Landhelgisgæslan tekur þátt í BRIGHT EYE

Sameiginleg leitar- og björgunaræfing NATO ríkja, kölluð BRIGHT EYE, stendur nú yfir. Í henni felst að æfa samstarf nágrannaríkja innan NATO á sviði leitar og björgunar og prófa samskipti björgunarstjórnstöðva þeirra. Sá hluti æfingarinnar sem Íslendingar taka þátt í hófst í gærmorgun og lýkur seinnipartinn í dag. Flugmálastjórn stjórnar þeirri æfingu.

Við æfinguna hafa komið við sögu leitarflugvél og varðskip frá Landhelgisgæslunni, leitarflugvélar frá Flugmálastjórn og varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli auk björgunarþyrlu og varðskips frá frá Færeyjum. Þyrlur varnarliðsins eru einnig í viðbragðsstöðu. 

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands