Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti norskan sjómann

Um kl. 14:35 á annan í Hvítasunnu hafði norski línubáturinn Froyanes samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um Reykjavíkurradíó vegna slasaðs manns um borð.  Báturinn var þá staddur 120 sjómílur suðvestur af Reykjanesi.  Óskað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að sækja manninn. 

TF-SIF  fór í loftið kl. 15:16 og var hinn slasaði kominn um borð í þyrluna kl. 16:23.  Lent var við Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi kl. 16:27.

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands