Allur floti LHG saman í heimahöfn

  • Oll_skip_LHG

Sá sjaldgæfi atburður átti sér stað á dögunum að allur floti LHG lá saman í heimahöfn. Slíkt hefur ekki átt sér stað lengi. Þetta ástand varði nú samt ekki lengi þar sem Týr hélt út síðdegis sama dag. Það sem kannski er merkilegt og líka skemmtilegt við þessa mynd er að skipin eru í aldursröð við bryggjuna. Óðinn (1960) innstur, næstur Ægir (1968), Týr (1975) ystur af stóru skipunum og Baldur (1991) ystur. Þess má til gamans geta að Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson voru líka við bryggjuna þannig að segja má að öll þau skip sem eiga viðlegu við Faxagarð hafi verið í höfn á sama tíma.

Oll_skip_LHG

Mynd og texti: Guðmundur St. Valdimarsson, bátsmaður á v/s Ægi.