Aðstoð við flutningaskipið Barbarossa

  • Barbarossa

Fimmtudagur 15. mars 2007.

Undir lok síðustu viku fékk flutningaskipið Barbarossa frá Nassau á sig brotsjói 150 sjómílur suðvestur af Kötlutanga í aftakaveðri. Ölduhæð var 17-20 metrar. Vaktstöð siglinga og skipherra á varðskipinu Ægi sammæltust um að beina skipinu inn á Berufjörð þar sem áhöfn Barbarossa gerði við skipið til bráðabirgða.

Að sögn Einars Arnar Einarssonar stýrimanns á varðskipinu Ægi fóru skipstjórnarmenn frá varðskipinu um borð í Barbarossa, könnuðu skemmdir og færðu skipstjóra skipsins sjókort og veðurkort.  Barbarossa hélt á mánudaginn norður um land til Reykjavíkur.  Sú leið var valin vegna veðurs fyrir sunnan land.

Hægt var að fylgjast með ferðum Barbarossa með fjareftirliti (AIS- Automatic Identification System) og auðveldaði það aðstoð við skipið.  Guðmundur St. Valdimarsson bátsmaður á varðskipinu Ægi tók meðfylgjandi myndir.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.

Barbarossa
Einar Ö. Einarsson 3. stýrimaður, Baldur Ö. Árnason háseti/kafari en hann keyrir léttbátinn og Vilhjálmur Ó. Valsson 2. stýrimaður.

Barbarossa
Einar Örn og Vilhjálmur fara um borð í Barbarossa.

Barbarossa
Flutningaskipið Barbarossa og varðskipið Ægir.