Þyrlurekstur Landhelgisgæslu Íslands - þróun og tillaga um framtíðarlausn

  • SIF_og_LIF

Þriðjudagur 20. mars 2007

Í dag gaf dómsmálaráðuneytið út fréttatilkynningu þar sem tillögur starfshóps um þyrlurekstur landhelgisgæslunnar eru raktar. Fréttatilkynningin er svohljóðandi og er á vef dómsmálaráðuneytisins:

Að ósk dóms- og kirkjumálaráðherra hefur starfshópur, sem árið 2006 skilaði tveim skýrslum um þyrlurekstur landhelgisgæslunnar samið þriðju skýrsluna: Þyrlurekstur Landhelgisgæslu Íslands - þróun og tillaga um framtíðarlausn.

Tillögur hópsins eru í þremur liðum:

1. Áfram verði rætt við norsk stjórnvöld um sameiginlegt útboð Íslands og Noregs vegna kaupa beggja ríkja á nýjum, sérhönnuðum, stórum og langdrægum björgunarþyrlum samkvæmt þeirri útboðslýsingu, sem kynnt hefur verið í Noregi, og stefnt að það verði kynnt síðar á þessu ári. Jafnframt verði stefnt að nánu samstarfi ríkjanna við framtíðarrekstur þyrlanna.

2.     Stefnt verði að því, að í þyrlusveit landhelgisgæslunnar verði áfram tiltæk a.m.k. ein minni þyrla, sem nýtt verði til þeirra flugverkefna, sem henni hentar.

3.      Fram að afgreiðslu nýrra, stórra og langdrægra björgunarþyrla, væntanlega á árunum 2011-2014, leigi Landhelgisgæsla Íslands áfram vel búnar Eurocopter Super Puma og/eða Dauphin þyrlur til leitar- og björgunarflugs, svipaðar þeim sem landhelgisgæslan hefur rekið undanfarna rúma tvo áratugi.

Dóms- og kirkjumálaráðherra leggur til, að unnið verði að framtíðarlausn á þyrlurekstri Landhelgisgæslu Íslands í samræmi við þessar tillögur.

Tengill á skýrsluna í heild sinni er birtur á heimasíðu dómsmálaráðuneytisins á slóðinni:
http://www.domsmalaraduneyti.is/frettatilkynningar/nr/6168

SIF_og_LIF
Úr myndasafni LHG: Björgunarþyrlurnar Sif og Líf. Áhöfn danska eftirlitsskipsins Triton tók myndina á sameiginlegri æfingu.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.