Skipstjórinn sem leitað var að fannst látinn

Fimmtudagur 12. apríl.
Skipstjóri fiskibáts frá Vopnafirði, sem leitað var að frá því í gærkvöldi, fannst látinn fyrir hádegið í dag. Ekki er vitað hvað olli því að hann féll útbyrðis.

Eins og fram kom í fréttatilkynningu frá Landhelgisgæslunni í morgun, voru björgunarþyrlan Líf og varðskipið Týr við leit í nótt og var eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, Syn, einnig send til leitar í morgun.  Fannst skipstjórinn við sameiginlega leit björgunarskipa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og varðskipsins Týs.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.