Sjávarfallatöflur og almanak 2018 komin út

Landhelgisgæslan ber ábyrgð á sjómælingum og útgáfu sjókorta fyrir Ísland.

Sjávarfallatöflur fyrir árið 2018 eru komnar út. Sjávarfallaalmanak fyrir árið 2018 er sömuleiðis komið út. Sjávarfallatöflurnar hafa að geyma sjávarfallaspá fyrir Reykjavík, Ísafjörð, Siglufjörð, Djúpavog og Þorlákshöfn.

Landhelgisgæslan ber ábyrgð á sjómælingum og útgáfu sjókorta fyrir Ísland. Jafnframt því að sjá sjófarendum við Ísland fyrir sjókortum eru ýmis sjóferðagögn gefin út, svo sem sjávarfallatöflur. 

Efst: Sjávarfallaalmanak fyrir fyrstu daga ársins 2018 í Reykjavík. Í miðið: Sjávarfallatafla fyrir fyrstu daga ársins 2018 í Reykjavík. Neðst: Sjávarfallakúrfan í janúar. 

Landhelgisgæslan stundar sjómælingar og gefur um áttatíu sjókort, sem bæði eru prentuð og einnig gefin út á rafrænu formi. 

Samkvæmt reglum um björgunar- og öryggisbúnað íslenskra skipa þarf sérhvert skip að hafa nýjustu útgáfu nauðsynlegra sjókorta um borð.

Söluaðilar sjókorta og annarra útgáfa þeim tengdar eru:

Höfuðborgarsvæðið: Víking Björgunarbúnaður ehf., Íshellu 7, 221 Hafnarfjörður. Sími: 551 5475 / 544 2270 Fax: 544 2271     kgud@viking-life.com

Akureyri: Gúmmíbátaþjónusta Norðurlands, Draupnisgötu 3, 603 Akureyri. Sími: 462 6040 GSM: 898 3366 Fax: 461 1790     gummibatar@tpostur.is