TF-LÍF flytur þyrluna sem hlekktist á við Nesjavelli

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF aðstoðaði í dag rannsóknarnefnd samgönguslysa við að flytja þyrluna sem hlekktist á þann 22. maí síðastliðinn við Nesjavelli, frá slysstað og niður að Nesjavallavirkjun. Þaðan var þyrlan flutt til Reykjavíkur með flutningabíl. 
Gekk aðgerðin mjög vel í alla staði. Meðfylgjandi myndir tók áhöfnin á þyrlu Landhelgisgæslunnar af aðgerðum dagsins.

 
Þyrlan undirbúin fyrir flutning
 
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF lögð af stað með þyrluna.
 
Flutningurinn gekk mjög vel.
 
Þyrlan komin að Nesjavallavirkjun.