Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna bílveltu

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst klukkan 15.26 í dag beiðni um aðstoð þyrlu vegna alvarlegs bílslyss á Stykkishólmsvegi austan við Álftafjörð en þar höfðu erlendir ferðamenn velt bíl sínum. Þá þegar var áhöfnin á TF-LIF kölluð út og var þyrlan komin í loftið skömmu síðar. Greiðlega gekk að fljúga á slysstað og koma hinum slösuðu um borð í þyrluna. Voru þrír fluttir með þyrlunni á Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi og lenti þyrlan þar skömmu fyrir hálfsex í kvöld.