Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir veika konu um borð í skemmtiferðaskip

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rétt tæplega þrjú í dag beiðni um að sækja veika konu um borð í skemmtiferðaskip suður af landinu.

TF-GNÁ, þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið skömmu síðar og var komin að skipinu um klukkan 16:20. Sigu læknir og sigmaður þyrlunnar niður í skemmtiferðaskipið og bjuggu sjúklinginn til flutnings í sjúkrabörum. Var sjúklingurinn síðan hífður um borð í þyrluna og flogið með hann til Reykjavíkur þar sem þyrlan lenti rúmlega hálfsex í kvöld. Gekk flutningurinn vel fyrir sig.