Varðskip og þyrla í stórtækum flutningum á Straumnesfjall

Landhelgisgæslan, Neyðarlínan og björgunarsveitarmenn á Ísafirði unnu að því í gær að koma upp nýjum móttakara fyrir AIS á Straumnesfjalli. AIS móttakarinn á Straumnesfjalli þjónar stóru svæði fyrir Vestfjörðum og Ströndum og með nýjum móttakara eykst öryggi skipa á svæðinu auk þess sem útbreiðslusvæði AIS stækkar. Koma þurfti nýju húsi upp á fjallið ásamt ljósavél, stögum og öðrum búnaði. Búnaðurinn var settur um borð í varðskipið Tý á Ísafirði sem fór svo inn á Hesteyrarfjörð þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF flutti búnaðinn í land. Ekki reyndist mögulegt að klára verkið vegna veðurs en stefnt er á að ljúka verkefninu á næstu dögum.

 
TF-LIF hífir húsið frá borði.
 
Húsið komið á land.