Loftrýmiseftirlit

Fjórar ratsjár- og fjarskiptastöðvar eru reknar hér á landi vegna íslenska loftvarnakerfisins. Ein þeirra er á Miðnesheiði á Reykjanesskaga, önnur á Bolafjalli við Bolungarvík, sú þriðja á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi og sú fjórða á Stokksnesi við Hornafjörð. 

Framkvæmd loftrýmiseftirlits og loftrýmisgæslu fer fram í stjórnstöð NATO á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli (Control and Reporting Centre). Verkefnið er hluti af samþættu verkefni NATO, „NATO intergrated air defence system - NATINADS“ og er það unnið af starfsmönnum Landhelgisgæslu Íslands.

Kerfisbundið loftrýmiseftirlit hefur meðal annars að markmiði að bera kennsl á og fylgjast með ferðum hvers kyns loftfara. Þátttaka Íslendinga í samræmdu loftrýmiseftirliti og loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins er skuldbinding sem byggist á varnarmálalögum, aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og fleiri þjóðréttarsamningum.

Nánar hér.
This website is built with Eplica CMS