Aðgerðasvið

Segja má að allar einingar LHG taki þátt í verkefnum sem lúta að öryggis og löggæslu, sem og eftirliti á hafinum, með einum eða öðrum hætti.

Aðgerðasvið hefur það hlutverk að skipuleggja og framkvæma löggæslu og eftirlit með landhelgi Íslands, efnahags- og fiskveiðilögsögu Íslands, mengunarvörnum og siglinum á íslensku hafsvæði í samræmi við lög um Landhelgisgæslu Íslands. Einnig að sinna leit og björgun á hafinu umhverfis Ísland og á landi þegar þörf er á.

Aðgerðasvið hefur það hlutverk með höndum að taka ákvörðun um hvert beina skuli einingum stofnunarinnar hverju sinni til eftirlits, öryggis- og löggæslu.

Meginmarkmið sviðsins eru:

  • Að vera viðbúnir hvenær sem er.
  • Að halda uppi virkri löggæslu og eftirliti með landhelginni.
  • Að viðhalda virkri vöktun með siglingum
  • Að viðhafa skilvirka aðgerðastjórn.
  • Að sinna sérhæfðri þjónustu svo sem sprengjueyðingu og köfun.

Aðgerðasviði er stjórnað af framkvæmdastjóra aðgerðasviðs sem heyrir beint undir forstjóra. Meðal helstu verkefna eru löggæsla í landhelgi Íslands, leit og björgun, sprengjueyðing, köfunarþjónusta og ýmis tilfallandi þjónusta við land og lýð.

Myndir_vardskipstur_013
Þetta vefsvæði byggir á Eplica