Eftirlits- og björgunarflugvélin TF-SIF

Upplýsingar um flugvélina má nálgast hér.
Hér má lesa viðtal Morgunútvarps Rásar 2 sem tekið var við Auðunn F. Kristinsson yfirstýrimann um búnað flugvélarinnar og þýðingu við eldsumbrotin á Fimmvörðuhálsi.

TF-SIF markar tímamót í allri starfsemi Landhelgisgæslunnar og er einfaldlega um að ræða byltingu í eftirlits-, öryggis- og björgunarmálum Íslendinga á því víðfeðma hafsvæði sem Ísland ber ábyrgð á jafn innan sem utan efnahagslögsögunnar. Vélin kom til landsins á 83 ára afmæli Landhelgisgæslunnar en Landhelgisgæslan var stofnuð þann 1. júlí 1926.

Hlutverk Landhelgisgæslunnar er að fara með yfirstjórn öryggis- og löggæslu, eftirlits-, leitar og björgunar á hafinu umhverfis Ísland ásamt því að aðstoða við björgun og sjúkraflutninga á landi auk ýmissa annarra verkefna. Verkefni Landhelgisgæslunnar hafa vaxið jafnt og þétt og ekki síst í ljósi breyttrar heimsmyndar, mikilvægi auðlindagæslu og nýrra ógna á hafinu. Þá er hlutverk Landhelgisgæslunnar í erlendu samstarfi sífellt mikilvægara.

Notkunarmöguleikar flugvélarinnar til öryggis- og löggæslu, eftirlits, leitar og björgunar sem og sjúkraflugs eru nánast ótakmarkaðir. Skapar vélin okkur Íslendingum kost á að fylgjast með hafinu umhverfis Ísland með allt öðrum og nákvæmari hætti en verið hefur. Meðal annars býr vélin yfir öflugri infrarauðri myndavél sem bæði getur tekið myndir frá hlið og beint fram, jafnt að nóttu sem degi. Með þessari tækni er hægt að hafa yfirsýn yfir umferð og aðgerðir á hafinu sem og greina athafnir skipa með ótrúlegri nákvæmni. Einnig er vélin búin mjög öflugum 360 gráðu radar sem getur greint skip í allt að 200 sjómílna fjarlægð og tegund þeirra í 40 sjómílna fjarlægð. Þá býr vélin yfir búnaði sem greinir mengun með nýjum og nákvæmari hætti en áður sem þýðir gjörbreytingu í auðlindagæslu og umhverfisvernd.

SIF_Midbaer

Flogið yfir Arnarhól
Mynd Landhelgisgæslan

Með tilkomu TF-SIF verður umbylting í möguleikum Landhelgisgæslunnar í leit á sjó og á landi þar sem tæknibúnaður vélarinnar nemur umhverfið með hætti sem ekki hefur áður verið til staðar hér á landi. Á sviði almannavarna skapast með vélinni nýir möguleikar við að greina breytingar á landslagi svo sem hæðarlínur í jöklum, eldfjöllum og snjóalögum. Þetta hefur mikið að segja vegna fyrirbyggjandi aðgerða og rannsókna á sviði almannavarna. Þá opnast með vélinni nýir möguleikar hvað varðar sjúkraflug á Íslandi og milli landa.

Síðast en ekki síst margfaldast með hinni nýju vél, möguleikar Landhelgisgæslunnar á stórauknu samstarfi við nágrannaríki okkar um eftirlit, leit, björgun og auðlindagæslu á hinu verðmæta hafsvæði við Norður-Atlantshaf. Miklu skiptir að skapa aukna möguleika Landhelgisgæslunnar í samstarfi strandgæslna og sjóherja á Norður-Atlantshafi við að tryggja öryggi á svæðinu, hafa eftirlit með fiskveiðum og sporna gegn skipulagðri glæpastarfsemi sem spár gera ráð fyrir að muni aukast á næstu árum, ekki síst með tilliti til opnunar siglingaleiða á Norður-Íshafi. Verður hin nýja eftirlits- og björgunarflugvél mikilvægur hlekkur í þessu samstarfi þar sem Landhelgisgæslan spilar sífellt viðameira hlutverk.

Fjöldi mynda voru teknar við komu TF-Sifjar til Íslands þann 1. júlí 2009 á 83 ára afmæli Landhelgisgæslu Íslands. Hér má sjá nokkrar þeirra.

Myndir Árni Sæberg

SIF_LIF_Reykjavik

Nýr verndarengill landhelginnar, TF-SIF flýgur í fylgd TF-Lífar yfir höfuðborginni

SIF_Perlan

Kemur að Reykjavíkurflugvelli fyrir lágflugið

SIF_FlugskyliLHG

TF-SIF flýgur lágflug yfir skýli Landhelgisgæslunnar.
Fjöldi fólks lagði leið sína í Nauthólsvíkina til að fylgjast með.

SIF_FlugSjo1

Flýgur á haf út

SIF-Ahofnkemur

Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, Halldór Nellett, framkvæmdastjóri
Aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar og Jón Erlendsson yfirflugvirki
taka á móti áhöfn TF-Sifjar.

SIF_LIF_rampur

TF-SIF komin við skýli Landhelgisgæslunnar ásamt TF-LÍF

Myndir Landhelgisgæslan.

Myndir Baldurs Sveinssonar, ljósmyndara birtar með góðfúslegu leyfi hans.

Fleiri myndir eru á þessari slóð

Sif_Lif_BaldurSveinsson
©Baldur Sveinsson

Sif_Lif3_BaldurSveinsson
©Baldur Sveinsson

Sif_Lif_Gna_Borg_BaldurSveinsson
©Baldur Sveinsson

Sif_Lif_Gna2_BaldurSveinsson
©Baldur Sveinsson
Þetta vefsvæði byggir á Eplica