TF-SIF afhent í Kanada 26. júní 2009

TF-SIF var formlega afhent Landhelgisgæslunni hjá Field Aviation í Kanada föstudaginn 26. júní 2009. Sendiherra Íslands í Kanada, frú Sigríður Anna Þórðardóttir klippti á borðann ásamt Georg Kr. Lárussyni forstjóra Landhelgisgæslunnar sem veitti vélinni formlega viðtöku. Flugvélin er af gerðinni Dash-8 Q300 og eru flugvélar sömu tegundar notaðar hjá strandgæslum, eftirlits- og björgunaraðilum víða um heim við góðan orðstír.

Viðstaddir afhendinguna voru starfsmenn Field Aviation og áhöfn TF-Sifjar sem hefur verið í þjálfun í Kanada.
Ljósmyndari © Andrew H. Cline

SIF_Kanada1

TF-SIF tilbúin til afhendingar

SIF_Kanada2

Fjöldi gesta var við afhendinguna hjá Field Aviation í Kanada

TFSIF_afhendingField
Fr. Sigríður Anna Þórðardóttir, sendiherra Íslands í Kanada og
Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslu Íslands klippa á borðann.

SIF_Kanada5
Fr. Sigríður Anna Þórðardóttir, sendiherra Íslands í Kanada og
Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslu Íslands

SIF_Kanada3
Hr. John Mactaggart, forstjóri Field Aviation afhendir Georg Kr. Lárussyni,
forstjóra Landhelgisgæslunnar TF-SIF


SIF_Kanada_4
Georg Kr. Lárusson flytur ávarp að lokinni afhendingu TF-Sifjar

SIF_Kanada8
Fr. Sigríður Anna Þórðardóttir, sendiherra Íslands í Kanada ásamt
Georg Kr. Lárussyni forstjóra Landhelgisgæslu íslands, áhöfn TF-Sifjar
og Sólmundi Má Jónssyni, framkvæmdastjóra Rekstrarsviðs Landhelgisgæslunnar.

SIF_Kanada6
Joar Gronlund framkvæmdastjóri Field Aviation ásamt
Fr. Sigríði Önnu Þórðardóttur og Georg Kr. Lárussyni.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica