Verkefni stjórnstöðvar LHG í VSS

Eftirfarandi þjónusta er veitt í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar:

1. Móttaka tilkynninga, viðbrögð og stjórnun aðgerða auk miðlunar upplýsinga vegna neyðar- , leitar- og björgunarþjónustu. Í þessu felast m.a. samskipti við eftirtalda aðila:

a. varðskip, flugvél og þyrlur Landhelgisgæslunnar

b. önnur skip og flugvélar sem taka þátt í leit og björgun

c. Flugstoðir/ISAVIA

d. Slysavarnarfélagið Landsbjörgu

e Almannavarnir

f. sýslumannsembætti,

g. lögregluyfirvöld og fl. innlenda aðila.

h. stjórnstöðvar danska hersins á Grænlandi og í Færeyjum

i. aðrar sjó- eða flugbjörgunarstjórnstöðvar

2. Móttaka tilkynninga, eftirlit og miðlun upplýsinga:

a. vegna Schengen samkomulagsins

b. vegna læknisþjónustu (Medico) að beiðni sjófarenda vegna slysa eða veikinda.

c. um neyðarskeyti í (Cospas-Sarsat) gervihnattakerfi.

d. sem alþjóðlegur sambandsaðili sjó- eða flugbjörgunarstjórnstöðvar fyrir Ísland.

e. um bilanir í vitakerfinu og um farartálma á sjó (utan dagvinnutíma Siglingastofnunar).

f. frá erlendum herskipum og varðskipum um komu í landhelgina, hafnarkomur og brottför úr landhelginni.

g. frá erlendum rannsóknarskipum, komu í efnahagslögsöguna, staðsetningar og brottför úr efnahagslögsögunni.

h. frá innlendum og erlendum fiskiskipum, innkoma í efnahagslögsöguna, staðsetning einu sinni á sólarhring, afli pr. sólarhring og brottför úr efnahagslögsögunni.

i. vegna allra erlendra skipa sem koma til hafnar á Íslandi og allra skip sem koma til hafnar á Íslandi erlendis frá.

j. vegna farþegaskipa í áætlunarsiglingum um íslenska leitar- og björgunarsvæðið.

k. vegna erlendra fiskiskipa sem sigla um íslenska efnahagslögsögu.

l. um hafís frá sjófarendum á hafinu umhverfis Ísland o.fl..

m. vegna rekalda, tundurdufla, sprengja og annarra hluta sem sjófarendum og almenningi getur stafað hætta af.

n. um skip sem flytja hættulegan varning.

o. vegna mengunaróhappa utan hafnarsvæða og í mengunarlögsögunni.

3. Móttaka tilkynninga erlendis frá og miðlun upplýsinga fyrir:

a. Geislavarnir ríkisins utan dagvinnutíma.

b. Umhverfisstofnun utan dagvinnutíma.

4. Vöktun og rekstur sjálfvirks fjareftirlitskerfis (VMS) vegna:

a. NEAFC.

b. NAFO.

c. íslenskra fiskiskipa að veiðum utan íslenskrar efnahagslögsögu.

d. íslenskra fiskiskipa sem stunda skilgreindar veiðar innan efnahagslögsögunnar.

e. íslenskra fiskiskipa að veiðum innan lögsögu Grænlands, Noregs, Færeyja og Rússlands skv. sérstökum samningum þar um.

f. erlendra fiskiskipa í íslensku efnahagslögsögunni.

5. Skráning skipa sem falla undir hafnarríkiseftirlit.

 

6. Svörun fyrirspurna frá;

a. íslenskum og erlendum fiskiskipum varðandi lög og reglugerðir um siglingar, fiskveiðar og skyndilokanir veiðisvæða. Sjá m.a. heimasíðu Hafrannsóknastofnunar v/skyndilokanir.

b. annarra skipa sem sigla um hafsvæðið kringum Ísland s.s. komutilkynningar, landhelgis- og lögsögumörk o.s.frv..

7. Tengiliður við stjórnstöðvar danska sjóhersins í Færeyjum og á Grænlandi samkvæmt samningi.

 

8. Móttaka tilkynninga og upplýsinga er varða íslensk og alþjóðleg lög og reglur. Í því felast m.a. samskipti og samstarf við;

a. Lögreglu

b. Almannavarnir

c. Veðurstofu

d. Tollgæslu

e. Siglingastofnun Íslands

f. Hafnaryfirvöld

g. Umhverfisstofnun

h. Sjávarútvegsráðuneytið,

i. Fiskistofu

j. Geislavarnir Ríkisins

k. Aðstoð við hinar dreifðu byggðir landsins eftir aðstæðum.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica