Um Vaktstöð siglinga

Siglingastofnun Íslands, fyrir hönd Samgönguráðuneytisins var með lögum nr 4A2_11 frá 2003 falin yfirstjórn málefna Vaktstöðvar siglinga. Sérstakur þjónustusamningur var gerður við þrjá aðila um rekstur vaktstöðvarinnar, Landhelgisgæslu Íslands sem fer með faglega stjórn vaktstöðvarinnar, Neyðarlínuna hf. sem fer að hluta til með fjármál vaktstöðvarinnar, húsnæðismál og annan rekstur og Slysavarnafélagið Landsbjörg sem rekur björgunarbáta víða um land auk yfirstjórnar björgunarsveita.

Auk þess má nefna: Samstarfssamningur um starfrækslu leitar- og björgunarmiðstöðvar. Tilkynningaskyldan og fjarskiptastöð skipa í Gufunesi, Reykjavík radíó, fluttu í húsnæði Neyðarlínunnar í Skógarhlíð 14. ágúst 2004, en stjórnstöð Landhelgisgæslunnar 13. maí 2005. Þar með sameinuðust lykilaðilar vegna leitar og björgunar á hafsvæðinu umhverfis Ísland. 1. maí 2006 gerðust allir starfsmenn vaktstöðvar siglinga starfsmenn Landhelgisgæslu Íslands í stjórnstöð VSS.

Markmið og hlutverk vaktstöðvar siglinga samkvæmt lögum nr 41 2003:

Að tryggja öruggar siglingar í íslenskri efnahagslögsögu, öryggi skipa, farþega og áhafna og efla varnir gegn mengun sjávar frá skipum. Til að ná þessu markmiði skal Siglingastofnun Íslands setja á fót vaktstöð siglinga sem veitir skipum sem sigla um íslenska efnahagslögsögu m.a. eftirfarandi öryggisþjónustu:VHF-A1_1a

a. vöktun og eftirlit sjálfvirks tilkynningarkerfis skipa (STK), þ.m.t. sjálfvirks alþjóðlegs auðkenningarkerfis skipa (AIS),
b. móttöku og miðlun tilkynninga frá skipum sem flytja hættulegan og/eða mengandi varning,
c. móttöku og miðlun neyðarkalla til viðeigandi aðila auk tilkynninga um óhöpp eða slys á sjó,
d. móttöku og miðlun tilkynninga frá farþegaskipum vegna talningar og skráningar farþega,
e. vöktun alþjóðlegs neyðar- og öryggisfjarskiptakerfis skipa (GMDSS) og ritstjórn fyrir þjónustu alþjóðlegs viðvörunarkerfis skipa (NAVTEX),
f. skráningu skipa sem falla undir hafnarríkiseftirlit,
g. móttöku tilkynninga og miðlun upplýsinga um bilanir í vitakerfinu og farartálma á sjó,
h. samskipti við hafnir sem Siglingastofnun Íslands hefur útnefnt sem neyðarhafnir,
i. önnur verkefni í þágu þriðja aðila sem Siglingastofnun Íslands heimilar,
j. önnur verkefni sem samgönguráðherra telur í þágu almannaheilla.

Myndirnar sýna útreiknuð fjarskiptasvæði á VHF, svokallað A1 svæði og fyrir millibylgju, A2.

Ef tilkynning berst ekki frá skipi á reglulegum tíma eða ef vaktstöð siglinga berast upplýsingar sem gefa tilefni til að ætla að ástæða sé til eftirgrennslunar, leitar eða björgunar skips í íslenskri efnahagslögsögu skal hún þegar gera nauðsynlegar ráðstafanir og hafa um þær samráð við alla þá er aðstoð geta veitt við eftirgrennslan, leit eða björgun.

Nánar er kveðið á um Vaktstöð siglinga í reglugerð nr 672/2006.

Vöktun sjálfvirks tilkynningakerfis skipa (STK) sbr. 29. gr reglugerðar nr 672/2006 og breytingareglugerð  nr 565/2009:

29. gr.

Öll íslensk skip skulu með fjarskiptum tilkynna vaktstöð siglinga um brottför og komu í höfn. Þau skulu einnig tilkynna staðsetningu sína gegnum sjálfvirkt tilkynningarkerfi að lágmarki á eftirfarandi hátt:

a.

Skip sem eru 24 metrar að lengd eða lengri skulu tilkynna sig á klukkustundar fresti.

b.

Skip sem eru styttri en 24 metrar og hafa heimild til að sigla utan þjónustusvæðis sjálfvirks tilkynningarkerfis á metrabylgju skulu tilkynna sig á einnar klukkustundar fresti.

c.

Skip sem eru styttri en 24 metrar og sigla á þjónustusvæði sjálfvirks tilkynningarkerfis á metrabylgju skulu tilkynna sig á fimmtán mínútna fresti.

d.

Farþegaskip sem notuð eru í atvinnuskyni skulu tilkynna sig á fimmtán mínútna fresti.

Undanþegin ákvæðum 1. mgr. eru varðskip og skip sem ekki eru notuð í atvinnuskyni. Siglingastofnun Íslands er heimilt að veita undanþágu frá ákvæðum 1. mgr. til skipa og báta sem stunda aðeins veiðar í atvinnuskyni innan 1,5 sjómílna frá landi og aðstæður um borð eru þannig að ekki er unnt að hafa þar nauðsynlegan búnað til að senda sjálfvirkar tilkynningar, enda telji stofnunin að öryggi skips og áhafnar sé ekki stefnt í hættu. Þegar slík undanþága er veitt skal Siglingastofnun Íslands árita leyfilegt farsvið skipsins á haffærisskírteini þess.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica