Loftrýmiseftirlit

Fjórar ratsjár- og fjarskiptastöðvar eru reknar hér á landi vegna íslenska loftvarnakerfisins. Ein þeirra er á Miðnesheiði á Reykjanesskaga, önnur á Bolafjalli við Bolungarvík, sú þriðja á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi og sú fjórða á Stokksnesi við Hornafjörð. 

Framkvæmd loftrýmiseftirlits og loftrýmisgæslu fer fram í stjórnstöð NATO á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli (Control and Reporting Centre). Verkefnið er hluti af samþættu verkefni NATO, „NATO intergrated air defence system - "NATINADS“ og er það unnið af starfsmönnum Landhelgisgæslu Íslands.

Kerfisbundið loftrýmiseftirlit hefur meðal annars að markmiði að bera kennsl á og fylgjast með ferðum hvers kyns loftfara. Þátttaka Íslendinga í samræmdu loftrýmiseftirliti og loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins er skuldbinding sem byggist á varnarmálalögum, aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og fleiri þjóðréttarsamningum.

 1. Loftrýmisgæsla

  Flugsveitir á vegum Atlantshafsbandalagsins annast loftrýmisgæsluna við Ísland í samvinnu við íslensk stjórnvöld. Þjóðirnar sem leggja til flugsveitir til Atlantshafsbandalagsins til verkefnisins ber sjálfar að mestu kostnað meðan þær eru að störfum hér á landi.

 2. Gistiríkjastuðningur

  Vegna gistiríkisstuðningsins annast Landhelgisgæslan rekstur fjölmargra öryggis- og varnarmannvirkja sem reist hafa verið hér á landi. Gistiríkjastuðningur felst í veita nauðsynlega borgaralega aðstoð,  þjónustu og aðstöðu fyrir mannafla og búnað. Auk þess eru mannvirkin nýtt fyrir starfsemi innlendra öryggisaðila.

 3. Varnarsamningurinn milli Íslands og Bandaríkjanna

  Landhelgisgæsla Íslands fer með daglega framkvæmd varnarsamningsins sem enn er í gildi, sjá samninginn.
  Meðal verkefna eru samskipti við bandarísk hermálayfirvöld og undirbúningur og framkvæmd æfinga hér á landi.  
This website is built with Eplica CMS