Rekstur upplýsingaöryggiskerfa

Meðal þeirra verkefna sem Landhelgisgæsla Íslands sinnir er rekstur gagnatenginga við þau upplýsingakerfi sem Ísland hefur aðgang að hjá Atlantshafsbandalaginu og undirstofnunum þess.

Landhelgisgæslu Íslands er jafnframt falið að vinna úr upplýsingum í slíkum kerfum, þar með talið er aðgangur að upplýsingum um umferð herskipa og kafbáta á Norðurslóðum.

Af eðli þessara verkefna leiðir að Atlantshafsbandalagið, stofnanir þess og einstakar bandalagsþjóðir gera miklar kröfur til Landhelgisgæslu Íslands um öryggi starfsmanna, tölvukerfa, hugbúnaðar og verkferla.

Starfslið Landhelgisgæslunnar býr yfir þekkingu og reynslu á þessu sviði sem er einstök hér á landi.
This website is built with Eplica CMS