Þyrlusjóður

Þann 10. maí 2012 fór fram athöfn um borð í varðskipinu Þór þar sem Ásatrúarfélagið afhenti Öldungaráði Landhelgisgæslunnar gjöf upp á tvær milljónir króna sem er framlag félagsins til kaupa á þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra var viðstaddur athöfnina ásamt Georg Kr. Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar og  Guðjóni Petersen, formanni öldungaráðsins og  veittu þeir gjöfinni viðtöku.

Stofnaður var reikningur fyrir þyrlusjóðinn og er númer hans 0301-22-002507 og kennitala 710169-5869.

Ásatrúarfélagið fagnaði 40 ára afmæli á sumardaginn fyrsta og fannst félaginu við hæfi í tilefni afmælisins að leggja 1000 krónur frá hverjum félagsmanni í sjóðinn sem er ætlað að vera vettvangur allra landsmanna til að efla öryggi lands og þjóðar. Með gjöfinni vinni félagsmenn þjóðþrifaverk og sýni samfélagslega ábyrgð.  Hefur Landhelgisgæslan í gegnum tíðina haldið nöfnum norrænna goða og gyðja á lofti með nafngjöfum varðskipa og loftfara sinna.

Sjá frétt um afhendingu sjóðsins.

10052012_Asatruarfelagid
Þetta vefsvæði byggir á Eplica