Starfsmannasvið

Starfsmannasvið hefur það hlutverk að veita stjórnendum ráðgjöf og aðstoða á sviði starfsmannamála og hafa umsjón með starfsþróun, ráðningum, miðlun upplýsinga til starfsfólks, þekkingaröflun og þjálfun innan LHG. Meginmarkmið einingarinnar eru:

  • Að viðhalda og fylgja eftir starfsmannastefnu LHG.
  • Frumkvæði og eftirfylgni með þróun starfsmannamála.
  • Að veita öðrum einingum LHG hámarks þjónustu með sem hagkvæmustum hætti.
  • Að vinna með stjórnendum að því að styrkja ímynd LHG.
  • Að aðstoða stjórnendur við að viðhalda ánægju starfsmanna og viðhalda góðri þekkingu.
  • Að viðhalda góðu aðgengi starfsmanna að þekkingu.
  • Að fylgja eftir markvissri þjálfun starfsmanna.
  • Að sjá til þess að móttaka nýrra starfsmanna sé í góðum farvegi.

Starfsmannasviði er stýrt af starfsmannastjóra LHG sem heyrir beint undir forstjóra. Meðal helstu verkefna eru eftirfylgni með starfsþróun, skipulag þekkingaröflunar og fræðslu og þjálfunarmála, að tryggja aðgang að fræðslu og þekkingu við hæfi, starfsmannaráðningar, LHG skólinn og stefnumótun.

Mannauðsstefna Landhelgisgæslunnar

Siðareglur Landhelgisgæslunnar 

Jafnréttisáætlun Landhelgisgæslunnar


Myndir_vardskipstur_023
Áhöfn varðskipsins Ægis 2009.
Mynd © Árni Sæberg.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica