Loftför

Loftför

Öryggi - Þjónusta - FagmennskaTF-SYN

Árgerð 1992

Kom í leigu 5. febrúar 2012

Þann 19. janúar 2012 var undirritaður leigusamningur til 12 mánaða um leigu á þyrlunni en tilboð vegna leigu á björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna opnuð hjá Ríkiskaup þann  19. desember 2011.

Þyrlan er af gerðinni Super Puma eða sömu tegundar og TF LIF og TF GNA. Er hún í eigu Norsk Helicopter og leigð til Landhelgisgæslunnar sem Limited SAR þyrla sem þýðir að hún hefur skerta björgunargetu við ákveðnar aðstæður í myrkri en hefur nánast sömu kosti og hinar tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-LIF og TF-GNA hvað varðar flugþol, flugdrægni, stærð og afl.  TF-SYN er engum takmörkum háð við flug út fyrir 20 sjómílur í dagsbirtu og við björt skilyrði að nóttu. 

Gerð: Tveggja hreyfla þyrla af tegundinni Aerospatiale Super Puma AS-332L1.

Áhöfn: 2 flugmenn, 1 sigmaður, 1 spilmaður og 1 læknir, alls 5.
Farþegar: 18
Hreyflar: 2stk. Turbomeca Makila IA1. 1783 hestöfl hvor.
Hámarkshraði: 150 sjóm/klst. (270 km/klst).
Hagkvæmur hraði: 125 sjóm/klst. (225 km/klst).
Leitarhraði: 90 sjóm/klst. (162 km/klst).
Hámarks flugdrægi: 625 sjóm. (1125 km).
Hámarks flugþol: 5:00 klst.
Stærð: Mesta lengd á bol 16.3 metrar.
Mesta lengd á skrúfuferli 15.6 metrar.
Mesta breidd á bol 3.4 metrar.
Mesta hæð á bol 5 metrar.

TF-SYN getur tekið 2 sjúkrabörur.

Sérútbúnaður:

Afísingarbúnaður (sem gerir kleift að fljúga í ísingu).

Þriggja ása sjálfstýring

Björgunarspil

Neyðarflot sem blásast upp við nauðlendingu í sjó.

Þyrlan er í eigu Knut Axel Ugland AS. (KAUH).