Íslenska loftvarnakerfið

Íslenska loftvarnakerfið er hluti af samþættu loftvarnakerfi Atlantshafsbandalagsins (NATO).

NATO hefur kostað uppbyggingu loftvarnakerfisins. Flest mannvirkin eru á eignaskrá Atlantshafsbandalagsins.

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar annast rekstur loftvarnakerfisins og mannvirkja Atlantshafsbandalagsins, þ.m.t. ratsjár- og fjarskiptastöðvar hérlendis.   Sá rekstur er eitt veigamesta framlag Íslands til sameiginlegra varna ríkja NATO.

Ratsjár- og fjarskiptastöðvarnar eru búnar fullkomnum ratsjáreftirlitsbúnaði til eftirlits með flugumferð, öruggum fjarskiptabúnaði til samskipta milli stjórnstöðva á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli við herflugvélar og herskip og gagnatengingum sem einnig tengja saman stjórnstöðina við herskip og herflugvélar.

Stjórnstöðin á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli vinnur úr og miðlar upplýsingum sem annarsvegar koma úr kerfunum á ratsjár- og fjarskiptastöðvunum og hinsvegar úr öðrum kerfum Atlantshafsbandalagsins. Stjórnstöðin er í þessum tilgangi í daglegum samskiptum við stjórnstöðvar NATO og bandalagsþjóðanna og að auki í samskiptum við þær stofnanir sem að verkefninu koma hér á landi. Þar með talið er stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í Reykjavík og flugleiðsöguþjónusta Isavia.

Ratsjárstöðvarnar eru á landshornunum fjórum: Á Miðnesheiði, Bolafjalli, Gunnólfsvíkurfjalli og Stokknesi. 

Ratsjárstöðin á Miðnesheiði (H1)

Bolafjall5

Ratsjárstöðin á Bolafjalli (H4)

Ratsjárstöðin á Gunnólfsvíkurfjalli (H2)

Ratsjárstöðin á Stokksnesi (H3)