Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Aðgerðir á sjó samhæfðar - 29.8.2024

1-Nordur-Vikingur12631

Áhöfnin á varðskipinu Þór, sérsveit ríkislögreglustjóra, séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar og liðsmenn bandaríska sjóhersins hafa í vikunni æft aðgerðir á sjó, þar á meðal uppgöngu í skip og eftirför, sem er liður í varnaræfingunni Norður-Víkingi sem hófst í vikunni. 

Fjöldi útkalla þyrlusveitar í sumar - 27.8.2024

DSC_7570-copy_1724766859985

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur annast fjögur útköll undanfarinn sólarhring. Snemma í morgun var óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna bráðra veikinda um borð í skemmtiferðaskipi sem var statt djúpt norður af Vestfjörðum og á meðan verið var að sinna því barst beiðni um útkall vegna veikinda í Grundarfirði. 

Ólafur Þór Thorlacius - Minning - 16.8.2024

Oli-Toll-a-kontornum-a-Seljaveginum-1

Ólafur Thorlacius, eða Óli Toll eins og hann var kallaður, var einn af frumherjunum sem tóku við því verkefni að koma á fót íslenskri sjókortagerð þegar Danir, sem séð höfðu um sjókortagerðina, afhentu Íslendingum verkefnið á sjötta áratug síðustu aldar. Hann lést 27. júlí síðastlinn.

Bát hvolfdi í Hvalfirði - 12.8.2024

LHorganICG_160

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, lögregla, áhöfnin á sjómælingaskipinu Baldri og sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út á áttunda tímanum í kvöld í kjölfar þess að tilkynnt var um bát á hvolfi í Hvalfirði. 

Áhöfn Freyju æfði á Akureyri - 9.8.2024

AEfing-a-dekki

Æfingar leika stórt hlutverk hjá áhöfnum varðskipa Landhelgisgæslunnar. Þær eru fjölbreyttar og krefjandi og miða að því að þau sem starfa um borð séu við öllu búin ef á þarf að halda.

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annaðist útkall djúpt norður af Vestfjörðum - 3.8.2024

8M1A0231

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annaðist útkall, djúpt norður af Vestfjörðum, vegna veikinda um borð í skemmtiferðaskipi á Grænlandssundi snemma í morgun.

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins hefst - 3.8.2024

F-35-RAF

Bresk flugsveit er væntanleg til landsins í byrjun næstu viku, en þá hefst loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins. Flugsveitin samanstendur af fjórum F-35 orrustuþotum og 180 liðsmönnum.