Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Sjávarfallatöflur 2025 og Sjávarfallaalmanak 2025 - 27.11.2024

20241127_084934

Landhelgisgæslan hefur gefið út ritin Sjávarfallatöflur 2025 og Sjávarfallaalmanak 2025 sem fáanleg eru hjá söluaðilum sjókorta.

Reykköfunaræfing á vinnsludekkinu - 27.11.2024

Reykkofunaraefing

Æfingar skipa stóran sess í störfum áhafnarinnar og á dögunum fór fram reykköfunaræfing um borð í Hringi SH 153 sem var við bryggju í Grundarfjarðarhöfn. 

Áhöfnin á varðskipinu Þór fjarlægði hvalhræ sem var á reki í Hvalfirði - 27.11.2024

IMG_5996

Áhöfnin á varðskipinu Þór fjarlægði hvalhræ sem var á reki í miðjum Hvalfirði í gærkvöld. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk vitneskju hvalhræið síðdegis í gær eftir að vegfarandi tilkynnti lögreglu um málið. 

Fjölmenni á flugslysaæfingu - 18.11.2024

20241116_115711

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar voru meðal þeirra 500 þátttakenda á flugslysaæfingu Isavia á Keflavíkurflugvelli um helgina.

Stórstreymi og norðan óveður - 14.11.2024

Vedur-olduspa

Nú er stækkandi straumur og verður stórstreymt næstkomandi sunnudag.

Framkvæmdir við flugskýli Landhelgisgæslunnar - 12.11.2024

Snjobraedsla-flughlad

Þau sem hafa ekið framhjá flugskýli Landhelgisgæslunnar í vikunni hafa eflaust tekið eftir fjölmörgum vinnuvélum og starfsfólki sem vinnur nú í kappi við tímann að koma nýrri snjóbræðslu fyrir á flughlaðinu. 

Eftirlit á síldarmiðum - 8.11.2024

Eftirlit-sild

Áhöfnin á varðskipinu Freyju hefur að undanförnu annast eftirlit á síldarmiðum austur af landinu. Þar hafa nokkur færeysk síldveiðiskip verið að veiðum. 

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annaðist útkall vegna slasaðs skipverja - 7.11.2024

YD9A0975

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sótti skipverja sem slasaðist á hendi við vinnu um borð í fiskiskipi sem var við veiðar norður af Siglufirði í gærkvöld. Áhöfn skipsins hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, tilkynnti um atvikið og sigldi í átt að Siglufirði. Við nánara mat á ástandi mannsins, og þar sem löng sigling var til Siglufjarðar og veðurspá slæm, var ákveðið að sækja hann með þyrlu.

Umfjöllun um þyrlusögu Landhelgisgæslunnar - 5.11.2024

Benni-Landinn

Þyrlusaga flugdeildar Landhelgisgæslu er rakin í nýrri og glæsilegri bók sem ber titilinn Til taks. Í bókinni er sagt frá baráttunni fyrir því að fá björgunarþyrlu til landsins, en þær hafa verið nokkrar í gegnum tíðina og æði misjafnar.