Fréttayfirlit: mars 2007 (Síða 2)

Fyrirlestur og kynning á nýrri bók um þorskastríðin

Fyrirlestur_um_torskastridin_090307_Trostur_Gudni_og_Andrew

Mánudagur 12. mars 2007.

Nokkrir góðir gæslumenn, bæði starfandi og á eftirlaunum, létu sig ekki vanta á fyrirlestur um þorskastríðin sem Sagnfræðingafélag Íslands og Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands stóðu fyrir í Þjóðminjasafninu í hádeginu á föstudaginn var.

Þyrluúatkall vegna leitar að týndum mönnum

TF-LIF.Langjokull
Sunnudagur 11. mars 2007.

Líf kölluð út en sneri við áður en leit hófst þar sem mennirnir höfðu fundist heilir á húfi.

35 ára starfsafmæli Steinars Clausen

_DSC0491
Föstudagur 9. mars 2007.
Steinar Clausen hefur helgað Landhelgisgæslu Íslands starfskrafta sína meirihluta ævinnar.

Skipstjóri vélbilaðs báts leitaði aðstoðar

Fimmtudagur 8. mars 2007.
Skipstjóri vélbilaðs báts leitaði til Vaktstöðvar siglinga - stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. Björgunarbátur frá Ísafirði kom til hjálpar.

Minningarathöfn um borð í varðskipinu Ægi vegna látins vinar og félaga - 10 ár liðin frá strandi Vikartinds

Mánudagur 5. mars 2007
Þess var minnst í morgun um borð í varðskipinu Ægi að 10 ár IMG_0516eru liðin frá því hörmulega slysi er Elías Örn Kristjánsson bátsmaður og kafari lést við skyldustörf um borð í varðskipinu er þess var freistað að bjarga flutningaskipinu Vikartindi sem var vélarvana undan Háfsfjöru.

Starfsmaður Landhelgisgæslunnar til starfa hjá FAO í Róm - fjareftirlit með fiskiskipum notað til að auðvelda eftirlit og björgunarstörf

Fimmtudagur 1. mars 2007Gylfi_FAO_Rom_mars_2005

Starfsmaður Landhelgisgæslunnar, Gylfi Geirsson, heldur á morgun til Rómar á Ítalíu þar sem hann mun starfa hjá Matvæla- og Landbúnaðarstofnun Sameinuðu Þjóðanna (FAO) næstu mánuði við verkefni tengd fjareftirliti og rafrænum afladagbókum. Verkefnið er unnið í samvinnu við sjávarútvegs- og utanríkisráðuneytið. Matvæla- og Landbúnaðarstofnunin óskaði eftir því við íslensk stjórnvöld að Ísland sendi fjareftirlitssérfræðing til starfa hjá stofnuninni en á alþjóðavettvangi hefur Ísland getið sér orð fyrir að vera í fremstu röð á þessu sviði í heiminum.

Síða 2 af 2