Fréttayfirlit: mars 2007 (Síða 2)
Fyrirlestur og kynning á nýrri bók um þorskastríðin
Mánudagur 12. mars 2007.
Nokkrir góðir gæslumenn, bæði starfandi og á eftirlaunum, létu sig ekki vanta á fyrirlestur um þorskastríðin sem Sagnfræðingafélag Íslands og Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands stóðu fyrir í Þjóðminjasafninu í hádeginu á föstudaginn var.
Þyrluúatkall vegna leitar að týndum mönnum
Líf kölluð út en sneri við áður en leit hófst þar sem mennirnir höfðu fundist heilir á húfi.
35 ára starfsafmæli Steinars Clausen
Steinar Clausen hefur helgað Landhelgisgæslu Íslands starfskrafta sína meirihluta ævinnar.
Skipstjóri vélbilaðs báts leitaði aðstoðar
Skipstjóri vélbilaðs báts leitaði til Vaktstöðvar siglinga - stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. Björgunarbátur frá Ísafirði kom til hjálpar.
Minningarathöfn um borð í varðskipinu Ægi vegna látins vinar og félaga - 10 ár liðin frá strandi Vikartinds
Mánudagur 5. mars 2007
Þess var minnst í morgun um borð í varðskipinu Ægi að 10 ár eru liðin frá því hörmulega slysi er Elías Örn Kristjánsson bátsmaður og kafari lést við skyldustörf um borð í varðskipinu er þess var freistað að bjarga flutningaskipinu Vikartindi sem var vélarvana undan Háfsfjöru.
Starfsmaður Landhelgisgæslunnar til starfa hjá FAO í Róm - fjareftirlit með fiskiskipum notað til að auðvelda eftirlit og björgunarstörf
Fimmtudagur 1. mars 2007
Starfsmaður Landhelgisgæslunnar, Gylfi Geirsson, heldur á morgun til Rómar á Ítalíu þar sem hann mun starfa hjá Matvæla- og Landbúnaðarstofnun Sameinuðu Þjóðanna (FAO) næstu mánuði við verkefni tengd fjareftirliti og rafrænum afladagbókum. Verkefnið er unnið í samvinnu við sjávarútvegs- og utanríkisráðuneytið. Matvæla- og Landbúnaðarstofnunin óskaði eftir því við íslensk stjórnvöld að Ísland sendi fjareftirlitssérfræðing til starfa hjá stofnuninni en á alþjóðavettvangi hefur Ísland getið sér orð fyrir að vera í fremstu röð á þessu sviði í heiminum.
- Fyrri síða
- Næsta síða