Fréttayfirlit: 2007 (Síða 2)

Ráðningu þyrluflugmanna lokið

TF_LIF_Odd_Stefan

Föstudagur 23. nóvember 2007

Nú nýverið lauk ráðningu á nýjum þyrluflugmönnum til Landhelgisgæslu Íslands. Ráðningin var síðasti liður í eflingu þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar í kjölfar brotthvarfs varnarliðsins. Hafa þá alls sjö þyrluflugmenn verið ráðnir til starfa, til stækkunar þyrlusveitarinnar.

Vélarvana bátur á reki í nágrenni Reykjavíkur

Skolaskipid_Drofn_dregur_somabat_til_rek
Miðvikudagur 21. nóvember 2007

Í dag klukkan 15:32 barst Vaktstöð siglinga/stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, símtal frá vélarvana bát á reki í nágrenni Reykjavíkur, í gegnum Neyðarlínuna, 112. Bátinn, 6 metra langan Sómabát með þrjá menn um borð rak í átt að Geldinganesi.

Tundurdufl í veiðarfæri

Duflid_um_bord
Laugardagur 17. nóvember 2007

Um kl 09:00 hafði togskipið Þorvarður Lárusson frá Grundarfirði (áður Smáey)samband við Vaktstöð siglinga og sagðist vera á togveiðum undan Látrabjargi og hafa fengið stóra álkúlu í veiðarfærin sem væri um 1.20 m í þvermál. Vaktstöð siglinga kom skipstjóra skipsins í samband við sprengjusérfræðing Landhelgisgæslunnar og eftir lýsingum hans á duflinu var enginn vafi talinn á að um væri að ræða þýskt tundurdufl en þeim var meðal annars lagt út við Látrabjarg til að trufla ferðir skipalesta á leið til Murmansk, í seinni heimsstyrjöld.

Útkall - þyrluna strax

Utkall_Ottar_bok
Föstudagur 16.nóvember 2007

Út er komin bók Óttars Sveinssonar - Útkall þyrluna strax. Að því tilefni heimsóttu Ulf M. Berthelsen skipherra og Chano Lyng vélavörður á danska varðskipinu Triton Landhelgisgæsluna.

Vaktstöð siglinga, samningur um endurnýjun fjarskiptabúnaðar

Stadsetning_senda_strandastodvakerfis
Þriðjudagur 13. nóvember 2007

Undirritaður hefur verið samningur um kaup á nýjum fjarskiptabúnaði fyrir strandastöðvar Vaktstöðvar siglinga. Á síðastliðnu ári var gerð áætlun um endurnýjun strandastöðvarbúnaðar vaktstöðvarinnar og í framhaldi af því var fjármögnun til þessa verkefnis tryggð. Það var síðan ákveðið að bjóða út strandastöðvarbúnaðinn og var útboðið auglýst í maí s.l. og tilboð opnuð 2. ágúst. Tilboð bárust frá fjórum aðilum og var eftir yfirferð tilboða ákveðið að ganga til samninga við austuríska fyrirtækið Frequentis.

Ný leiguþyrla LHG komin heim

LN_OBX_REK_10.11.2007_4
Laugardagur 10. nóvember 2007

Í dag lenti ný leiguþyrla Landhelgisgæslunnar, LN-OBX, í Reykjavík eftir flug frá Förde í Noregi. Áhöfnin tók við vélinni í Förde sl. miðvikudag og gerði nauðsynlegar flugprófanir. Ráðgert hafði verið að hefja ferðina sl. fimmtudag en brottför frestaðist vegna veðurs þar sem vindur fór í 50 m/s hafinu milli Noregs og Færeyja. Ferðin hófst því í gær, föstudag.

Harðjaxlar heimsækja varðskip Landhelgisgæslunnar

Hardjaxlar_a_dekki
Mánudagur 5. nóvember 2007
Harðjaxlar skoðuðu varðskip Landhelgisgæslunnar og fóru í siglingu. Harðjaxlarnir eru hópur fatlaðra og ófatlaðra barna í 7. bekk, undir leiðsögn Bjarna Karlssonar, sóknarprests í Laugarneskirkju.

Allsherjarnefnd heimsækir Landhelgisgæsluna

Allsherjarnefnd_heims_LHG_1
Mánudagur 5. nóvember 2007
Í dag heimsótti Allsherjarnefnd Alþingis, Landhelgisgæslu Íslands. Hópurinn kynnti sér starfsemi Landhelgisgæslunnar; skrifstofu, Sjómælingar, Stjórnstöð og Vaktstöð siglinga, Sprengjueyðingadeild og Köfunardeild, Flugdeild og varðskip. Allar deildir kynntu sína starfsemi fyrir nefndarmönnum auk þess sem ný lög um Landhelgisgæsluna voru kynnt.

Tómas Helgason flugstjóri lætur af störfum eftir 35 ára farsælt starf hjá Landhelgisgæslu Íslands

TF_SYN_lowpass_REK0001
Föstudagur 2. nóvember 2007
Í dag lét Tómas Helgason flugstjóri af störfum eftir tæplega 35 ára farsælt starf hjá Landhelgisgæslu Íslands.

Yfirmaður framkvæmda fyrir 1. flotadeild Dana og skipherra HDMS Thetis heimsækja Landhelgisgæsluna

Cpt_Walter_Cdr_Ryberg

Föstudagur 2. nóvember 2007
Í dag heimsóttu Cpt. Jens Walther, yfirmaður framkvæmda fyrir 1. flotadeild Dana og Cdr. (sg) Henryk Ryberg, skipherra á HDMS Thetis, Landhelgisgæsluna. Í heimsókninni funduðu þeir með Georg Lárussyni, forstjóra og kynntu sér starfsemi deilda LHG.

Smíði nýs varðskips hafin í Chile

Nytt_vardskip_stal_skorid
Miðvikudagur 24. október 2007
Smíði nýs varðskips hófst, í ASMAR skipasmíðastöðinni í Talcahuano í Chile, þann 16. október síðastliðinn. Skipið hefur fengið nýsmíðanúmer 106. Byrjað var að skera til stál í fyrsta hluta skipsins sem hafist verður handa við að smíða á næstu dögum.

Varðskip tekur Erling KE-140 vélarvana í tog

Erling_KE_tekin_i_tog
Fimmtudagur 18.október 2007
Um kl. 13:21, tilkynnti fiskiskipið Erling KE-140, kallmerki TFFB, til Vaktstöðvar siglinga og stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar, að vélarbilun væri um borð. Skipið var þá statt um 19 sjómílur SSA frá Malarrifi.

Sendiherra Noregs á Íslandi, Margit Tveiten, heimsækir Landhelgisgæsluna

Sendih_Noregs_1110200
Fimmtudagur 11. Október 2007
Í dag heimsótti norski sendiherrann á Íslandi, Margit Tveiten Landhelgisgæsluna. Með henni í för var Thomas Ball sendiráðsritari. Sendiherrann kynnti sér víðtæka starfsemi Landhelgisgæslunnar, í tengslum við vaxandi samstarf Landhelgisgæslunnar og norsku
strandgæslunnar, Kystvakten.

Landhelgisgæslan skoðar aðstæður á Jan Mayen

LHG til Jan Mayen

Fimmtudagur 4 október 2007

Í gær fóru starfsmenn Landhelgisgæslunnar til Jan Mayen til þess að skoða aðstæður þar og kynna sér búnað á staðnum. Einnig til að koma á tengslum og samstarfi milli Landhelgisgæslunnar og stöðvarinnar á Jan Mayen. Með í för var forstjóri Gæslunnar Georg Lárusson ásamt fleiri starfsmönnum stofnunarinnar sem flestir starfa í flugdeild.

Herdeild 330 frá Konunglega norska flughernum heimsækir flugdeild Landhelgisgæslunnar.

Sea_King_Isafj.flugv.0410_2007

Fimmtudagur 4. október 2007

Herdeild 330 kom til Íslands á þriðjudaginn s.l. á einni af Sea King þyrlu deildarinnar og mun verða við æfingar með flugdeild Landhelgisgæslu Íslands næstu daga, m.a. á Ísafirði í dag. Áætlað er að herdeildin muni hafa viðkomu á Akureyri n.k. mánudag og muni síðar hverfa aftur til Noregs á þriðjudag.

Öryggisþjálfun áhafna og kafara

Þyrluhermir_Aberdeen_sept07
Þriðjudagur 2. október 2007
Í síðastliðinni viku fór hluti áhafna loftfara og kafara Landhelgisgæslunnar til öryggisþjálfunar til Falck Nutec, í Aberdeen í Skotlandi. Þjálfun þessi er hluti af reglubundinni þjálfun áhafna og snýst þessi hluti um að komast út úr þyrlu sem lent hefur í sjó eða vatni (e. Aircraft Underwater Escape & Short Term Air Supply System (STASS)).
Síða 2 af 7