Fréttayfirlit: 2008 (Síða 4)

Smíði flugvélar LHG á áætlun

FlugSmidi_sept
Smíði Dash-8 flugvélar Landhelgisgæslunnar gengur vel og er hún á áætlun. Þessa dagana er unnið að uppsetningu eftirlits- og björgunarbúnaðar flugvélarinnar hjá Field Aviation í Toronto. Stór hluti búnaðarins er þegar kominn í hús hjá Field Aviation og verður hann settur um borð á næstu vikum.

Stórstreymi verður næstu daga

Sjavarhaed_flod
Landhelgisgæslan vill vekja athygli á stórstreymi næstu daga. Flóðspá gerir ráð fyrir 4,4 m sjávarhæð í Reykjavík á fimmtudagsmorgunn kl. 06:51 og föstudagsmorgunn kl. 07:30. Gert er ráð fyrir 975 mb lægð suðurvestur af landinu á föstudagsmorgunn og allt að 4,8 metra sjávarhæð í Reykjavík. Hægt er að fylgast með flóðmælinum í Reykjavík á slóðinni:

http://vedur.mogt.is/harbor/?action=Stations&harborid=1&stationid=1004

Þyrla norsku björgunarþjónustunnar sækir slasaðan íslenskan sjómann

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 03:30 aðfaranótt mánudagsins 13. október beiðni frá Jóni Kjartanssyni SU sem óskaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar við að koma slösuðum skipverja undir læknishendur. Hafði maðurinn fallið á dekk skipsins og var talinn rifbrotinn. Togarinn var að veiðum um 420 sjómílur aust-norð-austur af Langanesi og 220 sjómílur vestur af Lofoten.

Samkomulag undirritað um samstarf milli Íslands og Noregs

ICG_sign_3
Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar og Thrond Grytting aðmíráll og yfirmaður heraflans í Norður Noregi, en undir hann fellur strandgæslan, undirrituðu þann 9. október síðastliðinn tvíhliða samkomulag um samstarf á sviði strandgæslu, öryggismála, leitar og björgunar.   

Tekur tímabundið við stöðu flugrekstrarstjóra

Þann 1. október síðastliðinn tók Benóný Ásgrímsson við stöðu flugrekstrarstjóra Landhelgisgæslunnar af Geirþrúði Alfreðsdóttur. Benóný hefur síðustu misserin gegnt starfi staðgengils flugrekstrarstjóra og tekur nú við stöðu flugrekstrarstjóra tímabundið.

Týr kominn með Rasmus Effersöe til hafnar.

TYR_Effersoe_tilhafnar
Varðskipið Týr kom í dag til hafnar í Reykjavík með færeyska togarann Rasmus Effersöe. Varð togarinn vélarvana síðastliðið mánudagskvöld, um 10 sjómílur undan Austur Grænlandi og 550 sjómílur norður af Akureyri.

Starfsfólk kemur saman í flugskýli Gæslunnar

Starfsfólk Landhelgisgæslunnar kom í dag saman í flugskýli Gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli. Tilgangur fundarins var að sýna sig og sjá aðra og sýna samstöðu sem nú á tímum er nauðsynlegt.

Varðskip dregur færeyskan togara til hafnar

Varðskip Landhelgisgæslunnar hóf að draga togarann Rasmus Effersöe til hafnar kl. 11:10 á fimmtudagsmorgunn. Sæmilegt veður er á leiðinni en áætlað er að skipin komi til Reykjavíkur á sunnudag.

Varðskip á leið til aðstoðar færeyskum togara

Vardskip_hafis
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á mánudagskvöld beiðni um aðstoð frá færeyska togaranum Rasmus Effersöe sem er vélarvana 9-10 sjómílur undan A- Grænlandi og um 550 sjómílur norður af Akureyri. Áætlað er að varðskipið dragi skipið til Akureyrar.

Æfingin Northern Challange 2008 gekk vel

Nýverið fór fram á Íslandi æfingin Northern Challenge 2008 sem er alþjóðleg æfing sprengjusérfræðinga sem haldin er á vegum Dómsmálaráðuneytisins, Landhelgisgæslunnar (LHG), með aðkomu Varnarmálastofnunar. Æfingin var haldin með styrk frá NATO en sprengjusveit LHG annaðist að mestu leyti undirbúning og skipulag æfingarinnar en fékk til þess aðstoð frá öðrum þjóðum.

TF-LÍF aðstoðar við gerð snjóflóðavarna

TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar hefur á síðast liðnum vikum aðstoðað við gerð snjóflóðavarnargarða í Ólafsvík. Verkefni þyrlunnar hefur verið að flytja stoðvirki í snjóflóðavarnir fyrir ofan heilsugæslustöðina í Ólafsvík.

Danska varðskipið Knud Rasmussen opið almenningi

Mynd_KnutRasmusen

Danska varðskipið Knud Rasmussen er væntanlegt til Reykjavíkur föstudaginn 26. september. Skipið er nýjasta skip danska flotans og er sérstaklega ætlað til siglinga á hafísslóðum.

Varðskipið verður opið almenningi laugardaginn 27. september milli kl. 13 og 16 þar sem það liggur við bryggju á Miðbakka.

Ísland tekur við formennsku í NACGF

Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar tók á fimmtudag við formennsku í samtökunum North Atlantic Coast Guard Forum (NACGF), á ársfundi sem haldin var í Ilullisat á Vestur Grænlandi. Formennska Íslands í samtökunum felst í að stýra og móta stefnu hvað varðar öryggi á hafinu (Maritime security).

Forstjórar strandgæslna hittast í Reykjavík

Árlegur fundur forstjóra strandgæslna á Norrænu landanna (Nordic Coast Guard Conference 2008) fór fram í höfuðstöðvum Landhelgisgæslunnar við Skógarhlíð 15. september.

Æfing hjá Ægi og TF-SYN

Varðskipið Ægir og TF-SYN æfðu nýverið að kasta björgunarbát úr tf-syn_dropp

flugvél undan Svalvogum. Gekk æfingin ágætlega og lenti báturinn

um 90 metrum frá belgjunum.

Cospas-Sarsat gervihnattakerfið hættir að vinna úr merkjum neyðarsenda á tíðninni 121,5/243 MHz

Af gefnu tilefni vill Landhelgisgæslan vekja athygli á að alþjóðlega gervihnattakerfið Cospas-Sarsat mun hætta að vinna úr merkjum neyðarsenda 1. febrúar 2009 og hættir þar með móttöku og úrvinnslu merkja neyðarsenda á 121,5/243 MHz .

Hér má lesa grein sem þýdd er af heimasíðu Cospas-Sarsat og útskýrir nánar stöðu málsins og hvernig bregðast má við.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu www.cospas-sarsat.org

Síða 4 af 7