Fréttayfirlit: maí 2009 (Síða 2)
Ný hafnarkort Bíldudalur og Tálknafjörður
Nýlega lauk Sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar gerð
tveggja nýrra hafnakorta. Kortin eru af hafnarsvæði Tálknafjarðar og Bíldudals og byggja á dýptarmælingum Sjómælingasviðs og Siglingingastofnunar. Kortin tilheyra nýrri kynslóð hafnarkorta en frá árinu 1997 þegar útgáfa korta í þessum flokki hófst hafa verið gefin út 23 kort.

Leikskólinn Víðivellir heimsækir flugdeild Landhelgisgæslunnar
Hópur barna frá leikskólanum Víðivöllum í Hafnarfirði heimsótti
flugdeild Landhelgisgæslunnar í vikunni. Heimsóknin hófst í þeim hluta sem kallast flugumsjón þar sem þyrluáhafnir fara yfir þau verkefni og flug sem framundan eru. Greinilegt var að heimsóknin vakti mikla ánægju hjá þessu smávaxna flugáhugafólki.

Síða 2 af 2
- Fyrri síða
- Næsta síða