Fréttayfirlit: 2009 (Síða 4)

Olíuskip með yfir 100.000 tonn af hráolíu sigla um efnahagslögsöguna

Síðustu daga hafa óvenju stór olíuskip átt leið um íslensku efnahagslöguna á siglingu frá Rússlandi til Bandaríkjanna. AtlasVoy1Skipin eru Atlas Voyager og Nevskiy Prospect, bæði um 62.000 brúttótonn, 249 metrar að lengd og með yfir 100.000 tonn af hráolíu innanborðs. Atlas Voyager sigldi vestur fyrir land og yfirgaf íslensku lögsöguna í dag en Nevskiy Prospect virðist stefna ekki fjarri ströndum við SA-land.

Málefni Norður-Íshafsins ofarlega á baugi aðalfundar strandgæslna og sjóherja

Yfirmaður norska flotans, en undir hann falla málefni strandgæslunnar, tók í morgun við formennsku samtaka sjóherja og strandgæslustofnana af Georg Kr. Lárussyni NACGF_hifaforstjóra Landhelgisgæslunnar á fundi samtakanna sem haldinn var á Akureyri. Almenn ánægja var með fundinn þar sem málefni Norður- Íshafsins voru ofarlega á baugi auk þess sem samtökin telja afar mikilvægt að beita sér fyrir aðstoð við þróunarríki vegna öryggismála á hafinu þar sem smygl eiturlyfja helst oft á tíðum í hendur við ólöglegar fiskveiðar og árásir sjóræningja. Undirstrikað var mikilvægi virkrar upplýsingamiðlunar og miðlunar reynslu á sviðum samtakanna sem varða öryggismál á hafinu, smygl eiturlyfja, ólöglega innflytjendur, fiskveiðieftirlit, leit og björgun auk tæknisamvinnu.

Aðalfundur North Atlantic Coast Guard Forum á Akureyri.

Í morgun hófst árlegur fundur strandgæslna og sjóherja tuttugu þjóða á N-Atlantshafi - North Atlantic Coast Guard Forum NACGF_summit1Summit þar sem 80 manns frá Rússlandi, Bandaríkjunum og Kanada, ásamt sautján Evrópuþjóðum koma saman og ræða málefni tengd öryggi- , eftirliti og og björgunarmálum á Norður-Atlantshafi. Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar ræddi mikilvægi samtakanna og nauðsyn samvinnu og upplýsingaskipta í stefnumálum samtakanna sem unnin eru innan sjö vinnuhópa. 

Árlegur fundur samtaka strandgæslna og sjóherja á Akureyri - umfangsmikil björgunaræfing fer fram á sama tíma

Samtök strandgæslna og sjóherja tuttugu þjóða á Norður NACGF_logoAtlantshafi - North Atlantic Coast Guard Forum (NACGF) halda aðalfund sinn á Akureyri dagana 29. september til 2. október nk. Umfangsmikil björgunar- og mengunarvarnaæfing verður haldin samhliða fundinum en henni verður að hluta til stjórnað frá samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Formennska samtakanna NACGF hefur sl. ár verið í höndum Georgs Kr. Lárusson forstjóra Landhelgisgæslunnar eða frá síðasta aðalfundi sem haldinn var á Vestur Grænlandi í september 2008.

Danskt og norskt varðskip í Reykjavíkurhöfn vegna sameiginlegrar björgunaræfingar

Danska varðskipið Hvidbjörnen liggur nú samsíða norska varðskipinu Andernes við bryggju að Ægisgarði í Reykjavík en skipin eru stödd hér á landi í tilefni af árlegum fundi forstjóra strandgæslna í Norrænu löndunum, Nordic Coast Guard og aðalfundi North Atlantic Coast Guard Forum (NACGF), samtökum strandgæslustofnana á Norður Atlantshafi en fundirnir verða haldnir á Akureyri í næstu viku. Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur annast formennsku í samtökunum NACGF  síðastliðið ár en um áttatíu  manns frá tuttugu aðildarþjóðum sækja fundinn sem haldin verður á hótel KEA.

Æfingin „Northern Challenge“ stendur yfir

Æfingin Northern Challenge, alþjóðleg æfing sprengjusérfræðinga stendur nú yfir , á gamla varnarliðssvæðinu við Keflavíkurflugvöll og í höfninni við NC_buningur0Helguvík. Á æfingunni er reynt að skapa aðstæður eins raunverulegar og hægt er þar sem notaðar eru eftirlíkingar af hryðjuverkasprengjum sem fundist hafa um heim allan síðastliðin ár. Æfingin stendur yfir í tvær vikur og taka 80 sprengjusérfræðingar frá sjö þjóðum þátt í henni.

Eftirlit varðskipanna skilar miklum árangri

Athygli hefur vakið hversu miklum árangri eftirlit varðskipsins Ægis hefur skilað sl. mánuði en skipið kom til hafnar sl. Aegir_092009föstudag eftir að hafa verið við eftirlit og gæslustörf á suðvesturmiðum til suðausturmiða, suðausturdjúpi og Færeyjahrygg frá lokum ágústmánaðar.Í kjölfar þessara skyndiskoðana hafa verið gefnar út fjórtán kærur á skipstjóra og tuttugu og átta skipstjórar hafa verið áminntir. Í síðustu ferð skipsins var þó engin kæra gefin út sem vonandi er til marks um það að eftirlitið sé að skila árangri og skipstjórar séu farnir að huga betur að þessum málum.

Lögreglan tekur þátt í æfingum á varðskipi

LHS_4

Átján menn úr umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu komu fyrir skömmu í heimsókn um borð í varðskipið TÝR. Lögreglumenninir sem ekki eru að öllu jöfnu vanir að vera úti á sjó, tóku þátt í æfingum um borð á starfsdegi umferðardeildarinnar. Það er alltaf ánægjulegt þegar samstarfsmenn koma í heimsókn, enda hefur ávallt verið mikil og góða samvinna á milli lögreglunnar á landi og Landhelgisgæslunnar sem sinnir löggæslu á sjó.

Létt andrúmsloft á upplýsandi starfsmannafundi

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu í dag saman í flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli þar sem Fundur_yfir1farið var yfir rekstrarstöðu Landhelgisgæslunnar og það sem framundan er á næstu misserum.Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar fór yfir atburði sl. mánaða en eins og öllum er ljóst hefur starfsemi Landhelgisgæslunnar skerst allverulega vegna óhjákvæmilegs niðurskurðar á þessu ári.

Tekinn við meintar ólöglegar veiðar

Eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, TF-Sif stóð í gær togbátTFSIF_Inflight3 að meintum ólöglegum togveiðum, undan Barða milli Önundar- og Dýrafjarðar. TF-Sif var á eftirlitsflugi úti fyrir Vestfjörðum, þegar eftirlitsbúnaður vélarinnar sýndi skip sem virtist vera nærri 12 sml. togveiðimörkunum þar sem veiðar eru bannaðar skv. lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.

Samningur undirritaður milli Landhelgisgæslunnar og Landspítalans háskólasjúkrahúss

Í dag var undirritaður samningur milli Landhelgisgæslu Íslands og Slysa- og bráðasviðs Landspítala háskólasjúkrahúss um LSH_undirr_samngagnkvæma þjálfun áhafna þyrlu Landhelgisgæslunnar og hjúkrunarfræðinga á slysa- og bráðasviði Landspítalans. Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri bráðasviðs Landspítalans undirrituðu samninginn sem ætlað er að auka öryggi og efla þjálfun starfsmanna sem sinna flutningi á slösuðum og sjúkum með þyrlum Landhelgisgæslunnar.

Sameinuðu þjóðirnar gera úttekt á alþjóðabjörgunarsveit Slysavarnarfélagsins Landsbjargar

Landhelgisgæslan mun í dag taka þátt í æfingu SL_thyrlaAlþjóðabjörgunarsveitar Slysavarnafélagsins Landsbjargar þar sem settar eru á svið aðstæður sem skapast eftir eftir að jarðskjálfti upp á 7.4 á Richther verður í eyríkinu Thule. Að minnsta kosti 50 manns eru látnir, slasað fólk fyllir heilbrigðisstofnanir landsins og skemmdir á húsum og vegakerfi eru miklar.

Hjúkrunarfræðingar í heimsókn hjá Landhelgisgæslunni

Hópur hjúkrunarfræðinga í sérnámi bráða- og gjörgæsluhjúkrunar kynntu sér starfsemi Stjórnstöðvar og Flugdeildar Landhelgisgæslunnar, Neyðarlínunnar og Fjarskiptamiðstöðvar í gær. Hófst heimsóknin í björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð en lauk í flugskýli Landhelgisgæslunnar þar sem yfirstýrimaður og yfirflugstjóri þyrlu Landhelgisgæslunnar spjölluðu við hjúkrunarfræðingana sem voru ánægðar með gagnlega heimsókn.

Þyrluútkall á Gígjökul

Stjórnstöð LHG barst kl. 14:23 beiðni um þyrlu frá lögreglunni á Hvolsvelli vegna slasaðrar konu á Gígjökli, (skriðjökul sem gengur N- úr Eyjafjalljökli). Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF var komin á slysstaðinn kl. 15:20. Einnig var björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli kölluð út.

Djúpköfun norður af Garðskaga

Í vikunni var varðskip með tvo kafara Landhelgisgæslunnar til aðstoðar við djúpköfun norður af Garðskaga. Var köfunin vegnaKofun_Gardskaga7 vinnslu heimildarmyndar um flutningaskipið Goðafoss sem sökkt var í síðari heimstyrjöldinni norður af Garðskaga, nánar tiltekið þann 10. nóvember 1944.

TF-LÍF sækir sjúkling um borð í skemmtiferðaskip

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 10:55 beiðni um að þyrla Landhelgisgæslunnar yrði kölluð út vegna hjartatilfellis Bjorgun_TFLIFum borð í skemmtiferðaskipinu AIDA AURA sem statt var vestur af Stafnesi og stefndi fyrir Garðskaga. TF-LÍF fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli kl. 11:25 og var komið að skipinu kl. 11:40.
Síða 4 af 7