Fréttayfirlit: apríl 2010 (Síða 2)

Varúðar skal gætt í grennd við sæstrengi - mikilvægt að hafa ný sjókort

Saestrengir
Undanfarið hefur Landhelgisgæslan sent kærur til lögreglustjóra vegna þess að skip hafa verið staðin að því að draga veiðarfæri yfir fjarskiptastrengi í sjó en það er bannað samkvæmt 71. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003. Bannað er að leggja veiðarfæri, sem fest eru í botni eða dregin eftir honum, eða varpa akkeri á svæði sem er mílufjórðungur hvorum megin við fjarskiptastrenginn. Afar mikilvægt er að sjófarendur gæti ítrustu varúðar í námunda við sæstrengi. Mjög dýrt er að bæta skemmdir á þeim og er viðgerð alfarið á kostnað þess sem tjóninu veldur. Þar sem strengirnir eru spennufæddir getur snerting við þá valdið manntjóni, bæði raflosti og brunasárum.

TF-GNÁ sækir mann með brjóstverk á Grímmannsfell

GNA_BaldurSveins
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 14:58 í dag eftir að tilkynning barst um karlmann um sextugt með mikinn brjóstverk á Grímmannsfell upp af Helgadal í Mosfellssveit. Fór TF-GNÁ í loftið kl. 15:24 og lenti á slysstað kl. 15:35. Lent var við Borgarspítalann í Fossvogi kl. 15:47.

Ægir í slipp fyrir útrásina

Aegir_IMG_2274
Varðskipið Ægir hefur að undanförnu verið í slipp við Mýrargötuna en unnið er að því að mála skipið og setja ýmsan búnað um borð sem er nauðsynlegur við fyrirhugað eftirlit varðskipsins í Suður Evrópu og við strendur Senegal. Unnið er að frágangi samninga um að varðskipið og flugvél Landhelgisgæslunnar, TF SIF, verði leigð út í sumar, ásamt áhöfnum, í verkefni erlendis á vegum Evrópusambandsins.

TF-EIR sækir sjómann um um borð í línubát

EIR
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 18:59 vegna manns með hjartverk um borð í línubát sem var að veiðum um 18 sjómílur V af Garðsskaga. Fór TF-EIR í loftið kl. 19:17, komið var að bátnum kl. 19:33 þar sem stýrimaður og læknir sigu niður í bátinn og undirbjuggu sjúkling fyrir flutning.

Samtímis grennslast fyrir um tvo báta

Landhelgisgæslan hóf í morgun leit að tveimur bátum sem hurfu úr skjálfvirku tilkynningaskyldunni (STK). Var annar báturinn staðsettur fyrir norðan land en hinn fyrir austan. Kallað var á rásum 9 og 16, auk þess sem hringt var um borð og nærstödd skip beðin um að kalla í bátana

Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í leit

GNA3_BaldurSveins
Landhelgisgæslunni barst kl. 10:10 á þriðjudag beiðni frá lögreglunni á Hvolsvelli um aðstoð þyrlu við leit að tveimur konum og einum manni sem voru á ferðalagi á Honda jeppling í grennd við gossvæðið á Fimmvörðuhálsi. Í upphafi var um að ræða leitarsvæðið inn með Fljótshlíðarvegi, meðfram Markarfljóti, inn að svonefndu Tröllagjá og svæðið þar í kring. Síðast heyrðist til fólksins um kl. 02:00 um nóttina. Þyrlan kölluð út kl. 10:13, fóru stýrimenn á flugvelli yfir staðsetningar vegarslóða á svæðinu áður en TF-GNÁ fór í loftið kl. 10:51.

Torkennilegt ljós sást á Breiðafirði, varðskip og björgunarsveitir tóku þátt í leit

tyr-a-fullu
Landhelgisgæslunni barst kl. 00:46 aðfaranótt laugardags tilkynning um torkennilegt ljós eða eld suður af Flatey á Breiðafirði. Samkvæmt fjareftirlitskerfum voru engir bátar á svæðinu, kallað var út á rás 16 og 9 en enginn bátur svarar. Varðskipið Týr var statt á Breiðafirði og hélt þegar af stað til leitar.  Einnig var björgunarbátur Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Rifi beðinn um kanna málið sem og björgunarsveitir á norðanverðu Snæfellsnesi.

Óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna óhappa í grennd við gossvæðið á Fimmvörðuhálsi

GNA3_BaldurSveins
Landhelgisgæslunni barst kl.20:46 beiðni frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra um þyrlu vegna ökklabrotins manns í Þórsmörk, nánar tiltekið í Strákagili. Læknir á staðnum mat það ógerlegt að flytja manninn nema með þyrlu. Var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út kl. 20:49. TF-GNA fór frá Reykjavík kl.21:27 og var komin á slysstað kl. 22:00. Barst þá önnur beiðni um þyrlu vegna konu sem var sködduð á fæti á Fimmvörðuhálsi.

Flugslys við Flúðir - þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um kl. 16:15 í dag eftir stjórnstöð barst beiðni um aðstoð hennar eftir að flugslys varð skammt frá Flúðum. Var þyrlan lent á slysstaðnum um klukkustund eftir að útkallið barst. Voru þrír slasaðir fluttir um borð í þyrluna sem lenti við Landspítalann í Fossvogi kl. 17:50.
Síða 2 af 2