Fréttayfirlit: september 2010 (Síða 2)

Hvenær eiga AIS tæki að vera komin í íslensk skip?

Talsvert hefur verið um fyrirspurnir frá sjómönnum og útgerðum um hvenær sjálfvirkt auðkenniskerfi skipa (AIS) skuli vera komið um borð í íslensk skip. Landhelgisgæslan vekur athygli á tilkynningu sem birtist nýverið á heimasíðu Siglingastofnunar vegna þessa.

Varðskip flytur bát á Byggðasafn Vestfjarða

NACGF_vardskip
Varðskip Landhelgisgæslunnar kom í morgun að bryggju á Ísafirði eftir um sólarhrings siglingu frá Keflavík með vélbátinn Magnús KE-46 á þyrluþilfari varðskipsins. Var báturinn fluttur fyrir Byggðasafn Vestfjarða. Hefur safnið markað sér stefnu í varðveislu báta, þeir séu gerðir upp í það ástand að vera sjófærir. Einnig leggur safnið áherslu á að viðhalda verkþekkingu við viðgerð þeirra og stuðla að því að hún berist á milli kynslóða.
Síða 2 af 2