Fréttayfirlit: 2010 (Síða 2)

Útför Garðars Pálssonar

GardarPalsson_MG_2940

Garðar Pálsson, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, var borinn til grafar í gær og samkvæmt venju fylgdi honum heiðursvörður landhelgisgæslumanna.

Komu í veg fyrir að bátur strandaði

Varðstjórum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar tókst í vikunni sem leið að koma í veg fyrir að bátur á landleið strandaði á Lönguskerjum. Kölluðu varðstjórar í bátinn til að aðvara hann og leiðbeindu honum síðan frá skerjunum.

Landhelgisgæslan fundar með færeyskum samstarfsaðilum

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar sat nýverið árlegan fund sinn með yfirmanni danska sjóhersins í Færeyjum, Per Starklint, ásamt Halldóri B. Nellett framkvæmdastjóra aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar. Á fundinum var m.a. farið yfir verkefni og árangur sl. árs.

Garðar Pálsson fyrrv. skipherra látinn

Garðar Pálsson, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, lést á Hrafnistu í Kópavogi sl. sunnudag, 21. nóvember, 88 ára að aldri. Hann fæddist á Ísafirði 22. mars 1922 og var sonur hjónanna Páls Hannessonar og Ástu Ingveldar Eyju Kristjánsdóttur.

Ægir sækir vélarvana bát suður af Látrabjargi

AegirIMGP0489
Varðskipið Ægir dró í nótt bátinn Guðrúnu BA 127 til hafnar á Rifi eftir að hann varð vélarvana um 4 sjómílur SSV af Látrabjargi rétt eftir miðnætti. Kom Ægir með bátinn að bryggju á Rifi um kl. 09:00 í morgun.

Danska þyrlan EH101 heimsækir Landhelgisgæsluna

Ein fullkomnasta þyrla á Norður-Atlantshafi, þyrla danska flughersins Agusta Westland EH101 áætlar að lenda við flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli kl. 14:30 í dag þriðjudag Þyrlan er á æfingaferðalagi dönsku þyrluflugdeildarinnar  ESK722 sem hófst þann 15. nóvember í Norður Noregi. Á morgun, miðvikudag er áætluð æfing með stjórnstöð, flugdeild og varðskipi Landhelgisgæslunnar á Faxaflóa.

Árangursríkt eftirlit með rjúpnaveiðum

TFLIF_1Rjupnaeftirlit13112010

Lögreglan í Borgarnesi óskaði í dag eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslu Íslands eftir að þeim höfðu borist nokkrar ábendingar um rjúpnaveiðimenn innan umdæmis þeirra sem ekki fylgdu reglum sem eru í gildi um rjúpnaveiðar. Á sama tíma var þyrla Landhelgisgæslunnar á leið í fjallaæfingu og var því ákveðið að samnýta verkefnin.

Rjúpnaeftirlit í samstarfi við lögreglu

Lif1
Þyrla Landhelgisgæslunnar fór um helgina til rjúpnaveiðieftirlits ásamt lögreglunni í Ólafsvík. Við eftirlit helgarinnar var lent hjá veiðimönnum á Snæfellsnesi, farið yfir skotvopnaleyfi þeirra, byssur og skotfæri. Einn maður var án skotvopnaleyfis og var því byssa hans gerð upptæk ásamt skotum.

TF-GNA tekur þátt í leit í nágrenni Húsavíkur

Lögreglan á Húsavík gerði Landhelgisgæslunni viðvart kl. 17:17 á sunnudag um neyðarblys sem sést hafði frá Húsavík í vesturátt, í átt að hæsta tindi Víknafjalla. Ekki var vitað um ferðir skipa á þessum slóðum en vangaveltur voru um að þarna gætu verið vélsleðamenn á fjallgarðinum vestan við flóann eða rjúpnaskyttur.

Þyrla kölluð út vegna skipverja sem slasaðist. Varð að snúa frá vegna veðurs.

GNA3_BaldurSveins
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA var kölluð út kl. 19:51 í gærkvöldi vegna skipverja sem slasaðist um borð í Sólbak EA-1, VNV af Barða. Fór þyrlan í loftið kl. 20:46, haldið var fyrir Snæfellsnes og Látrabjarg og þaðan beint að skipinu. Komið var að Sólbak kl. 22:09 um 10 sml. VNV af Barða. Snjóbylur var á svæðinu og einungis um 200 m skyggni. Vindur var af NA 30-35 hnútar og ölduhæð 5-6 metrar.

Hafís sást á radar TF-SIF. Var staðsettur talsvert utan íslensku lögsögunnar

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fór í gær í eftirlits- og gæsluflug fyrir Norðurland, Vestfirði, um Vestur- og Suðvesturmið. Þegar flogið var um Vesturmið sáust á radar ís eða ísdreifar innan við 30-50 sjómílur frá strönd Grænlands .

Þyrla LHG sækir barnshafandi konu til Vestmannaeyja

Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar kl. 18:19 í kvöld við að sækja barnshafandi konu til Vestmannaeyja. Vegna veðurfræðilegra aðstæðna var ekki hægt að lenda sjúkraflugvél á flugvellinum í Eyjum og var því óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Yfirmaður herafla NATO heimsækir Landhelgisgæsluna

Stradiviris_MG_9917
Yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Evrópu, SACEUR James Stavridis, flotaforingi kom í dag ásamt fylgdarliði í heimsókn til Landhelgisgæslunnar. Kom Stravridis að loknum fundi með Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. Hélt hann frá Landhelgisgæslunni á fund utanríkisráðherra.

Togari vélarvana 3,5 sjómílur N- af Kögri

Landhelgisgæslunni barst í gærmorgun kl. 09:19 tilkynning frá skuttogaranum Venusi HF-519 um að togarinn væri vélarvana um 3,5 sjómílur N- af Kögri. Unnið var að viðgerð og taldi áhöfn að togarinn kæmist í lag fljótlega. Óskaði togarinn samband að nýju kl. 09:24 þar sem óskað var eftir aðstoð.

Landhelgisgæslan flýgur yfir Grímsvötn. Engin merki um eldsumbrot.

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fór í könnunarflug í dag yfir Grímsvötn, Skeiðarárjökul og Skeiðarársand, með sérfræðinga á sviði jarðvísinda og vatnamælinga. Voru aðstæður á svæðinu kannaðar og gögnum safnað með m.a. ratsjár- og hitamyndum. Engin merki um eldsumbrot sáust í fluginu.

Fulltrúi Frakklandsforseta í málefnum heimskautsvæðanna heimsótti Landhelgisgæsluna

01112010HeimsoknFrakklIMG_2695
Michel Rocard, sérlegur fulltrúi Frakklandsforseta í málefnum heimskautsvæðanna heimsótti í gær Landhelgisgæsluna og Samhæfingarstöð almannavarna. Í fylgd Rocard voru sendiherra Frakklands Fr. Caroline Dumas, Örnólfur Thorssonar forsetaritari og aðstoðarmenn Rocard.
Síða 2 af 7