Fréttayfirlit: 2010 (Síða 3)

Dóms- og mannréttindaráðherra heimsækir björgunarmiðstöðina

Ögmundur Jónasson, dóms- og mannréttindaráðherra heimsótti í morgun Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar og Halldór B. Nellett framkvæmdastjóri aðgerðasviðs tóku á móti ráðherra fyrir hönd Landhelgisgæslunnar.

Námskeið og björgunaræfing um borð í varðskipinu TÝR

Æfing í flutningi slasaðra var nýverið haldin fyrir áhöfn varðskipsins Týs í framhaldi af skyndihjálparnámskeiði varðskipsmanna. Umsjón með og skipulagning námskeiðisins var í höndum Marvins Ingólfssonar sjúkraflutningamanns með meiru frá Landhelgisgæslunni og Ólafs Sigurþórssonar bráðatæknis frá frá slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins. Í björgunaræfingunni voru tveir slasaðir sóttir um borð í togarann Sónar í Hafnarfjarðarhöfn og þeir fluttir um borð í varðskipið.

Fagnaðarfundir við komu Ægis í gærkvöldi

Aegir_Midjjaf15102010

Varðskipið Ægir kom til Reykjavíkur kl. 19:00 í gærkvöldi eftir rúmlega sex mánaða fjarveru. Kom Ægir úr lengstu ferð sem frá upphafi hefur verið farin með íslensku varðskipi. Á tímabilinu hefur Ægir reglulega komið til hafnar og skipt hefur verið um áhafnir. Þó eru nokkrir áhafnarmeðlimir sem völdu að sigla allt tímabilið og voru því innilegir fagnaðarfundir á Faxagarði í gærkvöld.

Ægir og Sif koma til landsins eftir langa fjarveru

SIF_Perlan
Fagnaðarfundir voru við flugskýli Landhelgisgæslunnar í dag þegar TF-SIF lenti á Reykjavikurflugvelli eftir um tveggja sólarhringa ferðalag frá Dakar í Senegal. Flugvélin hefur frá 23. ágúst sinnt eftirliti við strendur Senegal fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins. Á morgun, miðvikudag er von á varðskipinu Ægi til Reykjavíkur.

Rannsóknarnefnd flugslysa rannsakar óhapp

EXI_MG_1780
Landhelgisgæslunni barst á sunnudag kl. kl. 18:28 tilkynning um að þyrla hafi brotlent í Esjunni. Tveir menn voru um borð í þyrlunni og voru þeir heilir á húfi. Gengu þeir frá slysstað niður af Esjunni (staðsetning 64°15,362N 021°35,431V).

TF-LÍF flytur slasaðan mann frá Hafradal í Nesjum

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á laugardag kl. 16:44 eftir að fjarskiptamiðstöð lögreglunnar óskaði eftir aðstoð hennar við að sækja fótbrotinn mann sem féll af fjórhjóli í Hafradal við Laxárdal í Nesjum. Þar sem erfitt var að nálgast manninn með öðrum farartækjum óskaði lögregla eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar.

77,6% bera mikið traust til Landhelgisgæslunnar

Sif_Lif_BaldurSveinsson
MMR-Markaðs og miðlarannsóknir, birtu í vikunni niðurstöður könnunar varðandi traust almennings til helstu stofnana á sviði réttarfars og dómsmála. Stór hluti svarenda eða (77,6%) bera mikið traust til Landhelgisgæslunnar sem er nákvæmlega sama hlutfall og í síðustu könnun (í október 2009).

Atvinnukafarar Landhelgisgæslunnar við æfingar með samstarfsaðilum

Baldur_2074.__7._agust_2007
Kafarar Landhelgisgæslunnar tóku nýverið þátt í símenntun atvinnukafara ásamt köfurum Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins og Ríkislögreglustjóra. Kafað var á 30-40 metra dýpi niður að flaki fraktskipsins Vestra sem staðsett er norð vestur af ljósdufli nr. 11 vestur af Akranesi.

Samningur undirritaður milli Landhelgisgæslunnar og Isavia

Í dag gerðu Landhelgisgæslan og Isavia ohf. samstarfssamning þar sem Isavia sér um flugleiðsöguþjónustu þar með talið viðbúnaðarþjónustu vegna loftfara og kemur boðum til Landhelgisgæslunnar þegar loftfar er í hættu statt eða þess er saknað. Er samningurinn gerður í framhaldi af reglugerð sem gefin var út þann 5. október sl. um stjórnun leitar- og björgunaraðgerða á leitar- og björgunarsvæði Íslands vegna sjófarenda og loftfara.

Fundur með danska sjóhernum varðandi öryggismál og áframhaldandi samstarf

Per Frank Hansen, sjóliðsforingi og yfirmaður 1. deildar danska sjóhersins átti í gær fund með Georg Kr. Lárussyni forstjóra Landhelgisgæslunnar. Á fundinum var fjallað var um öryggismál, áframhaldandi samstarf og upplýsingamiðlun danska sjóhersins og Landhelgisgæslu Íslands á Norður Atlantshafi.

Björgunarhylki í Chile smíðað af ASMAR sem annast smíði varðskipsins Þórs

Sjosetn22
Björgunarhylki sem notað verður við björgun námamannanna 33 í Chile næstkomandi miðvikudag er smíðaður af ASMAR, skipasmíðastöð sjóhersins í Chile en þar hefur Þór, varðskip Landhelgisgæslunnar verið í smíðum sl. þrjú ár eða frá 16. október 2007. Hylkið er úr stáli og um 2,5 metrar á hæð og 250 kg. að þyngd.  Verður hylkið með fjarskiptasamband við námuna og yfirborðssvæðið.

Fjölþjóðlegu æfingunni Northern Challenge lokið

NC2010_IB_8262
Fjölþjóðlegri æfingu sprengjueyðingarsveita, Northern Challenge, lauk sl. fimmtudag eftir tveggja vikna æfingaferli. Landhelgisgæsla Íslands og NATO stóðu fyrir æfingunni  sem var haldin á Keflavíkurflugvelli og á fyrrum varnarsvæðum utan hans,  svo sem í höfninni í Helguvík og Patterson svæðinu. Alls tóku 15 sprengjueyðirnarsveitir frá sjö þjóðum þátt í æfingunni.

Þyrla Landhelgisgæslunnar fann bifreiðina í Kleifarvatni

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-GNA fann í gær bifreiðina sem leitað hafði verið að frá því um helgina. Fannst bifreiðin í Kleifarvatni, um 30 metra fjarlægð frá strönd og á ca. 5 metra dýpi. Sá áhöfnin ljósan blett í vatninu og var þá kallað á björgunarsveitina Þorbjörn, sem var á staðnum, til aðstoðar. Skömmu síðar kom bátur björgunarsveitarinnar á staðinn og staðfesti að um var að ræða bifreið í vatninu.

Þrjú þyrluútköll um helgina

TFLIF_2009
Þyrla Landhelgisgæslunnar var þrisvar sinnum kölluð út um helgina, tvisvar sinnum  til bráðaflutninga og einu sinni til leitar sem fór fram á Reykjanesi.  Á laugardag Kl. 11:08 barst beiðni um þyrlu vegna alvarlega veiks sjúklings sem var í sjúkrabifreið við Vík í Mýrdal á leið til Reykjavíkur.

Þór nýmálaður í höfn Asmar skipasmíðastöðvarinnar

IMG_1044

Síðdegis bárust þær fréttir frá starfsmönnum Landhelgisgæslunnar í Chile að Þór, nýtt fjölnota varðskip Landhelgisgæslunnar flaut fyrr í dag nýmálað og stórglæsilegt úr dokk ASMAR skipasmíðastöðvar sjóhersins í Chile. Er nú stórum áfanga náð í smíði skipsins.

Spænskir ráðamenn heimsækja varðskipið Ægi

AegirAlmeria7707
Fulltrúar spænskra aðila komu nýverið í vettvangsheimsókn í varðskipið Ægi þar sem það var staðsett í borginni Almería vegna starfsemi FRONTEX, landamærastofnunar Evrópu á svæðinu.Fóru gestirnir ánægðir frá borði eftir stutt stopp, lýstu þau yfir ánægju og þakklæti yfir þáttöku Landhelgisgæslu Íslands í verkefninu.
Síða 3 af 7