Fréttayfirlit: maí 2011 (Síða 2)
Þyrla Landhelgisgæslunnar fann manninn á Hábungu
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 18:52 í kvöld eftir að fjarskiptamiðstöð lögreglunnar óskaði eftir aðstoð við leit að týndum manni í Esju. Fór þyrlan í loftið kl. 19:21 og var byrjað að leita austast á gönguleiðinni og leitað var vestur með henni.
Kl. 1953 sást maðurinn frá þyrlunni við vörðu efst á Hábungu.
Þyrla LHG sækir slasaðan vélsleðamann á Skjaldbreið
Landhelgisgæslunni barst kl. 18:09 beiðni frá Neyðarlínunni um að þyrla Landhelgisgæslunnar myndi sækja mann sem slasaðist á vélsleða á Skjaldbreid. Fór TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar í loftið frá Reykjavík kl. 18:52 og reiknað er með að þyrlan verði á slysstað um kl. 19:20.
Þyrla LHG sækir veikan sjómann
Landhelgisgæslunni barst kl. 15:35 aðstoðarbeiðni frá skipi sem statt er um 40 sml SV af Reykjanesi. Óskað var eftir sambandi við þyrlulækni vegna sjúklings um borð. Að höfðu samráði við lækni var TF-LIF þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og verður hún við skipið um kl. 16:40. Reiknað er með að þyrlan verði við Landspítalann í Fossvogi um kl. 17:30.
Eldur kom upp í fiskibát

Landhelgisgæslunni barst kl. 12:42 tilkynning um eld um borð í fiskibátnum Ása RE-52 sem staddur var 10 sml. NV af Gróttu með einn mann um borð. Samstundis voru nærstaddir bátar kallaðir til aðstoðar ásamt björgunarsveitum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi. Einnig var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út.
Strandveiðar hefjast af fullum krafti
Skýrsla gefin út hjá FAO um samræmd eftirlitskerfi Landhelgisgæslunnar

Nýlega kom út hjá FAO - Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, skýrsla Gylfa Geirssonar, sérfræðings hjá Landhelgisgæslunni ; Case Study of the Icelandic Integrated System for Monitoring, Control and Surveillance . Skýrslan útskýrir undirbúning, þróun og rekstur samræmdra eftirlitskerfa Landhelgisgæslunnar.
Útkall vegna báts sem hvarf úr ferilvöktun
Hvítabjörn felldur í Rekavík (Bakhöfn)
Hvítabjörn var felldur í Rekavík (Bakhöfn) á Hornströndum kl. 14.21. Tilkynning barst Landhelgisgæslunni í morgun um hvítabjörn í Hælavík á Hornströndum. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug á Ísafjörð þaðan sem flogið var á Hornstrandir í Hælavík. Þegar þangað var komið hafði dýrið fært sig um set og fannst eftir nokkra leit í Rekavík (Bakhöfn)
Varðskipið Týr siglir af stað í verkefni fyrir Fiskveiðieftirlitsstofnun Evrópusambandsins

Varðskipið Týr hélt í morgun úr höfn í Reykjavík en skipið mun til loka nóvembermánaðar sinna verkefnum fyrir CFCA - Fiskveiðieftirlitsstofnun Evrópusambandsins. Landhelgisgæslan útvegar tæki og áhöfn til verkefnisins en CFCA sér alfarið um fiskveiðieftirlit.
Tilkynning barst til LHG um bjarndýr í Hlöðuvík
Varðskipsmenn skoða afla um borð í skipum á Reykjaneshrygg

Landhelgisgæslan hefur nú kannað veiðar skipa frá Spáni og Rússlandi sem sáust í gæsluflugi á Reykjaneshrygg fyrir tveimur dögum. Við skoðun varðskipsmanna um borð í skipum frá Spáni í dag kom í ljós að þau eru að veiða langhala og var enginn úthafskarfi í afla eða um borð í skipunum
- Fyrri síða
- Næsta síða