Fréttayfirlit: september 2011 (Síða 2)

Útkall þyrlu og sjóbjörgunarsveita vegna neyðarljóss

TF-LIF-140604_venus

Landhelgisgæslunni barst kl 16:40  tilkynning í gegnum Neyðarlínuna um neyðarljós á lofti yfir Sundunum norðan við Reykjavík. Björgunarskip og björgunarbátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir út til leitar auk þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Þyrla tekur þátt í leit á Reykjanesi - staðsetning í síma olli misskilningi.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 03:38 í morgun eftir að lögreglan á Suðurnesjum óskaði eftir aðstoð hennar við leit að tveimur piltum sem villtust norður af Fagradalsfjalli á Reykjanesi í gærkvöldi.

Formaður landsstjórnar Grænlands heimsækir björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð

Graenl_Koma_ALA

Kuupik Kleist, formaður landsstjórnar Grænlands, heimsótti í morgun björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð og kynnti sér starfsemi viðbragðsaðila. Einnig var komið inn á björgunarmálefni norðurslóða, leitar- og björgunarsvæði, samstarf Arctic Council og samhæfingu þjóða þegar kemur að óhöppum á norðurslóðum.

Baldur við eftirlit á Ljósanótt

Baldur_2074.__7._agust_2007

Baldur, eftirlits- og sjómælingabátur Landhelgisgæslunnar tók um helgina þátt í eftirliti og gæslu vegna Ljósanætur, ásamt lögreglu og björgunarsveitum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Að sögn áhafnar Baldurs var á laugardagskvöldinu leiðinda sjólag því ekki mikil umferð á sjó.

TF-LÍF sótti veika konu í Hvannagil

LIF_borur

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 10:57 í morgun vegna alvarlega veikrar konu sem stödd var í Hvannagilshnausum, sunnan við Álftavatn. TF-LÍF fór í loftið kl. 11:27 og flaug beint á staðinn.

Sprengjusveit við ýmis verkefni á Austurlandi

hlutur

Landhelgisgæslunni barst í sl. viku tilkynning frá lögreglunni á Egilsstöðum  um grunsamlegan hlut sem fannst á Héraðssandi. Talið var að um væri að ræða tundurdufl,  þar sem mikið hefur verið af þeim á þessu svæði í gegnum tíðina.

TF-LÍF í sjúkraflug til Stykkishólms

 Landhelgisgæslunni barst kl. kl 05:32 beiðni frá lækni í Stykkishólmi um þyrlu vegna bráðveikrar konu.  Þyrla LHG var kölluð út og fór TF-LÍF í loftið kl. 06:07.
Síða 2 af 2