Fréttayfirlit: 2011 (Síða 3)

TF-GNA aðstoðar við leit á Fimmvörðuhálsi

GNA3_BaldurSveins

Landhelgisgæslunni barst kl. 22:35 í gærkvöldi beiðni frá Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar við leit að erlendum ferðamanni á Mýrdalsjökli. Þyrla Landhelgisgæslunnar var samstundis kölluð út og fór hún í loftið kl. 23:22.

Varðskipsmenn skipta um öldudufl

oldudufl-8

Áhöfn varðskipsins Þórs skipti í gær um öldudufl í Grímseyjarsundi en sú vinna er á meðal þeirra verkefna sem Landhelgisgæslan sinnir fyrir Siglingastofnun. Einnig verður skipt út duflum á Straumnesi og Húnaflóa.

Varðskipið í gær til sýnis á Reyðarfirði og Neskaupstað - á morgun Ísafjörður

Thor-Vardskip-045

Varðskipið ÞÓR var í gær opið til sýnis á Reyðarfirði og Neskaupstað og komu samtals um þúsund manns um borð til að skoða skipið. Á morgun, miðvikudag verður varðskipið opið  til sýnis á Ísafirði.

Þór kannar frystigám sem fauk

thor-batur-13

Landhelgisgæslunni barst kl. 12:53 á sunnudag tilkynning um 40 feta frystigám sem fauk af bryggjunni á Stöðvarfirði og rak yfir fjörðinn í hvassviðrinu sem gekk yfir á laugardag.  Varðskipið Þór hélt  á staðinn.

TF-LÍF sótti veikan skipverja

TF-LIF-140604_venus

Sunnudagur 6. nóvember 2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 14:15 aðstoðarbeiðni frá flutningaskipinu Brúarfossi vegna skipverja sem veiktist um borð.  TF-LÍF er nú á leið að sækja manninn og er áætlað að lenda í Reykjavík um kl. 16:00.

Skipin komu til Fáskrúðsfjarðar kl. 03:26

IMG_5481_2

Togarinn Hoffell dró flutningaskipið Ölmu til hafnar á Fáskrúðsfirði í nótt og lögðust skipin að bryggju klukkan 3.15. Hafnsögubáturinn Vöttur frá Reyðarfirði var á Fáskrúðsfirði var þeim til aðstoðar.

Skipin halda inn á Fáskrúðsfjörð vegna veðurs

_IB_6324

Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur nú, vegna versnandi veðurs verið ákveðið að togskipið Hoffell, með flutningaskipið ALMA í togi haldi inn á Fáskrúðsfjörð

Stýrimaður frá Landhelgisgæslunni komin um borð í flutningaskipið

Varðskipið Ægir hefur nú verið sent af stað frá Reykjavík og verður til taks, ef þörf verður. TF-LÍF hefur verið stödd á Höfn í Hornafirði frá því í nótt og flutti hún kl. 17:25 stýrimann frá Landhelgisgæslunni um borð í flutningaskipið

Dráttartaug slitnaði - unnið að því að fá vanann stýrimann um borð í ALMA

Upp úr kl. 11:00 í morgun barst tilkynning frá Hoffelli um að dráttartaugin milli skipanna hafi slitnað. Eru þau þau nú stödd um 6 sml A-af Stokknesi. Landhelgisgæslan, ásamt Hoffelli vinna nú að því að fá vanann stýrimann til að fara um borð í ALMA.

Stjórnlaust flutningaskip aðstoðað við Hornafjörð

ALMA

Landhelgisgæslunni barst rúmlega kl. 03:00 í nótt aðstoðarbeiðni frá Birni Lóðs, dráttarbátnum á Höfn í Hornafirði vegna flutningaskipsins ALMA sem hefur að undanförnu flutt farm til Vestmannaeyja og Hornafjarðar. Var lóðsins að aðstoða flutningaskipið út fyrir Ósinn á Hornafirði um kl. 03:00 þegar uppgötvaðist að stýri skipsins virkaði ekki.

Ægir lagðist upp að Þór við komuna úr Miðjarðarhafi

Ægir_E1F1894

Varðskipið Ægir kom til Reykjavíkur í morgun eftir rúmlega fimm mánaða fjarveru. Við komuna lagðist Ægir í fyrsta sinn upp að hlið nýja varðskipsins Þórs við Faxagarð í Reykjavíkurhöfn og sást þar glöggt stærðarmunurinn á varðskipunum tveimur.

Erlent fréttaefni um Northern Challenge

NC2011IMG_3580

Nú er komið út erlent fréttaefni vegna æfingarinnar Northern Challenge sem fór fram hér á landi í byrjun október. Æfingin er mikilvægur þáttur í þjálfun sprengjusérfræðinga en þátttakendur hennar eru oft á tíðum teymi á leið til friðargæslu.

Áhöfn varðskipsins Þórs boðið að sjá Þór

ThorPlakat-b

Áhöfnin á varðskipinu Þór fékk um helgina gefins miða á íslensku tölvuteiknimyndina um þrumuguðinn Þór, frá framleiðanda myndarinnar CAOZ hf. Teiknimyndin Hetjur Valhallar – Þór var heimsfrumsýnd  á Íslandi 14. október síðastliðinn og hefur hún hlotið fádæma lof gagnrýnenda.

Mikil stemmning í Þór

Gestir_Sun3

Varðskipið Þór hefur laðað að sér fjölda manns dagana frá því að skipið lagði að Miðbakka Reykjavíkurhafnar síðastliðinn fimmtudag. Um 4100 manns komu um borð á sunnudag en samtals hafa nú um 12.000 manns  komið að skoða varðskipið.

Erlendir samstarfsaðilar voru við komu Þórs til Reykjavíkur

Ýmsir erlendir samstarfsaðilar Landhelgisgæslunnar komu til landsins til að verða við komu Þórs til Reykjavíkur.

Mikil ásókn í að skoða varðskipið Þór

Thor_bidlaugardag

Mikil aðsókn hefur verið í að skoða varðskipið Þór dagana frá því að varðskipið kom til Íslands og eru nú rúmlega fimm þúsund manns búin að skoða skipið. Í dag, laugardag lögðu um þrjú þúsund og fimmhundruð manns leið sína niður að Miðbakka Reykjavíkurhafnar þar sem varðskipið liggur við bryggju

Síða 3 af 7