Fréttayfirlit: janúar 2012 (Síða 2)

Heimildarmynd um þyrlusveit LHG frumsýnd á netinu

Sif úrin afhent

Nýverið var frumsýnd á netinu heimildarmyndin Útkall Alpha sem fjallar um þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands, þyrlukost LHG og viðbragðstíma áhafna í ALPHA útköllum. Heimildarmyndin kom út á netinu þann 22. desember.

Enginn lét lífið á sjó árið 2011

Mannbjörg á Faxaflóa

Enginn íslenskur sjómaður fórst í sjóslysi við Ísland á árinu 2011 sem eru gleðileg tíðindi fyrir Landhelgisgæsluna og alla þá sem koma að sjóbjörgunarmálum á Íslandi. Þeirra á meðal eru varðstjórar Landhelgisgæslunnar innan stjórnstöðvar/vaktstöðvar siglinga, sem eru á vakt allan sólarhringinn árið um kring.

Fyrirlestur um eldsvoðann um borð í Goðafossi

Godafoss07

Einar Örn Jónsson, slökkviliðsmaður hjá Slökkviliði höfuðborgasvæðisins hélt í morgun fróðlegan fyrirlestur um borð í varðskipinu Þór þar sem hann fjallaði um eldsvoðann sem varð í Goðafossi þann 30. október 2010. Börðust skipverjar við mikinn eld í skorsteinshúsi skipsins, í aftakaveðri milli Íslands og Færeyja.

Þyrluáhöfn LHG með kynningu hjá Samherja

_MG_5819

Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar var nýverið með kynningu fyrir skipstjórnarmenn og aðra starfsmenn Samherja á Akureyri þar sem m.a. var spjallað um öryggismál og móttöku á þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Sprunga í framrúðu við flugtak TF-GNA

Við flugtak TF-GNA, þyrlu Landhelgisgæslunnar í morgun kom sprunga í framrúðu þyrlunnar. Ákveðið var að snúa þyrlunni til flugvallar og skoða skemmdirnar. Leyfilegt er að nota þyrluna í neyðar- og björgunarflug en von er á nýrri rúðu til landsins á morgun, miðvikudag.

Síða 2 af 2