Fréttayfirlit: febrúar 2012 (Síða 2)

TF GNA kölluð út í sjúkraflug til Vestmannaeyja

GNA3_BaldurSveins

Landhelgisgæslunni barst kl. 21:15 í gærkvöldi beiðni frá Neyðarlínunni um að þyrla yrði kölluð út vegna barns sem var alvarlega veikt í Vestmannaeyjum. Vegna slæmra veðurskilyrða var ekki hægt fyrir flugvélar að lenda í Vestmannaeyjum.

Þyrlan TF-SYN skiptir sköpum varðandi björgunargetu Landhelgisgæslunnar

SYN

TF-SYN kom til landsins sunnudagkvöldið 5. febrúar sl. en þyrlan hefur verið leigð til leitar, björgunar og eftirlitsstarfa Landhelgisgæslunnar. Eins og fram hefur komið er þyrlan TF-LIF í stórri skoðun í Noregi og væntanleg hingað til lands í byrjun apríl.  Leitað var leiða til að brúa það bil sem þá myndast er aðeins ein þyrla er til taks.

Þyrla LHG sækir slasaðan ferðamann á Sprengisand

GNA_E1F2236

Landhelgisgæslunni barst kl. 10:36 beiðni frá Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar um útkall þyrlu vegna erlends ferðamanns sem var handlegsbrotinn við Vegamótavatn, austan Hofshjökuls. Fór þyrlan í loftið kl. 11:21 og var flogið norður í Reykholt og þaðan vel norður fyrir jökla vegna hvassviðris á svæðinu

TF-SYN lenti á Reykjavíkurflugvelli í kvöld

SYN_Koma

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF SYN lenti við flugskýli Landhelgisgæslunnar  kl. 21:30 í kvöld eftir um fjögurra klukkustunda flug frá Færeyjum. TF-SYN er af gerðinni Aerospatiale Super Puma AS-332 L1, sömu tegundar og TF LIF og TF GNA.

TF-GNA kölluð út vegna vélsleðaslyss

GNA2

Landhelgisgæslunni barst kl. 14:06 beiðni frá Neyðarlínunni um þyrla Landhelgisgæslunnar yrði kölluð út vegna vélsleðaslyss sem varð við Skálafell. TF-GNA var þá í eftirlitsflugi við suðurströndina og fór strax til aðstoðar. Komið var á staðinn kl. 14:30 og sigu sigmaður og læknir þyrlunnar niður þar sem ekki var hægt að lenda á staðnum.

Þór siglir til Noregs

Rolls-Royce-marine

Rolls Royce í Noregi sem er framleiðandi vélbúnaðar í Þór hefur tekið ákvörðun um að varðskipið Þór sigli til Bergen í Noregi næstkomandi sunnudag til að ljúka framkvæmdum vegna óeðlilegs titrings við aðra aðalvél skipsins. Áætlað er að skipið komi til Bergen á miðvikudag og er gert ráð fyrir að verkið takið fjórar vikur.

SYN væntanleg til landsins

SYN1_Stavanger

Þyrlan TF SYN sem leigð hefur verið til leitar-, björgunar- og eftirlitsstarfa Landhelgisgæslunnar lagði af stað frá Noregi í morgun. Flugið gekk vel en flogið var frá Stavanger kl. 08:15 og lent í Færeyjum um hádegið.

Leikskólaheimsókn í flugskýlið

VidivIMG_2298-(3)

Það var skemmtilegur hópur frá leikskólanum Víðivöllum í Hafnarfirði sem heiðraði flugdeild Landhelgisgæslunnar með nærveru sinni í morgun. Börnin og leikskólakennarar skoðuðu þyrluna TF-GNA og tóku síðan lagið fyrir starfsfólk flugdeildar.

Rolls Royce ákveður að Þór skuli siglt til Bergen

RR_engine1

Nú síðdegis í dag ákvað Rolls Royce framleiðandi vélbúnaðar í varðskipinu Þór að skipinu skuli siglt til Bergen í Noregi til að ljúka megi framkvæmdum vegna óeðlilegs titrings við aðra aðalvél skipsins.
Nú þegar hefur verið hafist handa við undirbúning ferðarinnar sem væntanlega verður á allra næstu dögum. 


Framkvæmdir Rolls Royce við vélbúnað Þórs hafa enn ekki borið árangur

Þor Vestmeyjar AS

Eins og fram hefur komið fóru í desember sl. fram titringsmælingar á vélum varðskipsins Þórs vegna ábyrgðar á vélbúnaði skipsins. Kom þá í ljós óeðlilega mikill titringur á annarri aðalvél varðskipsins. Í kjölfarið sendi Rolls Royce í Noregi sem er framleiðandi vélanna, fulltrúa sína hingað til lands.

Síða 2 af 2