Fréttayfirlit: mars 2012 (Síða 2)
Flestir treysta Landhelgisgæslunni

Landhelgisgæslan nýtur traust 89,8% landsmanna samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Í ár tóku 97% aðspurðra afstöðu til könnunarinnar og dreifist traustið nokkuð jafnt á milli kynja og aldurs aðspurðra. Virðist traust landsmanna til Landhelgisgæslunnar hafa aukist lítilsháttar milli ára
Borgarísjaki við Horn

Landhelgisgæslunni hefur að
undanförnu borist tilkynningar um borgarísjaka í grennd við Horn. Á föstudag
var ísjakinn á stað 66°25,7n og 022°14,6v, og rak þá 130 gráður með 0,3 til 0,5
sml hraða en á laugardag kl. 19:00 var
ísjakinn staðsettur á 66-15,8N 022-14,2V og sást vel í ratsjá.
TF-SYN skoðar loðnuflotann á Faxaflóa

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SYN fór í sitt fyrsta löggsæslu- og eftirlitsflug í gær sem m.a. var notað til eftirlits með loðnuflotanum á Faxaflóa. Samtals voru um 12-14 skip á svæðinu frá Garðskaga að Malarrifi, þar af þrjú færeysk skip og eitt grænlenskt.
Síða 2 af 2
- Fyrri síða
- Næsta síða