Fréttayfirlit: apríl 2012

TF-SIF í eftirliti á Reykjaneshrygg

SIF

TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar fór í dag í eftirlitsflug suður Reykjaneshrygg og suður fyrir efnahagslögsögumörkin til að kanna stöðuna á úthafskarfamiðum.  Sex rússnesk skráðir togarar voru að veiðum um 25 sjómílur fyrir utan lögsögumörkin og voru tveir spænskir togarar fyrir sunnan svæðið og stefndu á miðin.

Varðskipið Ægir kemur með Torita til Reykjavíkur

P1010056

Síðdegis á sunnudag kom varðskipið Ægir með norska línuskipið TORITA til hafnar í Reykjavík en skipið varð vélarvana  um 500 sml SV af Garðskaga. Beiðni um aðstoð frá skipinu barst Landhelgisgæslunni á miðvikudag og hélt Ægir samstundis til aðstoðar. Eru hér myndir frá komunni til Reykjavíkur.

Varðskipið Þór á leið til Íslands

2012-02-05-Thor-c

Varðskipið Þór, hélt síðdegis í gær frá Bergen í Noregi og kom snemma í morgun til eyjunnar Kvamsøya í Noregi. Þar tekur varðskipið pramma sem er í eigu Ístaks og verður hann dreginn til Íslands.

Kveðjukaffi í Skógarhlíðinni

SS_Kaffi_Adal

Tveir starfsmenn Landhelgisgæslunnar létu af störfum í dag eftir áratuga farsælt starf. Eru það þær Sjöfn Axelsdóttir, sem starfað hefur í 33 ár sem sjókortagerðarmaður hjá sjómælingadeild Landhelgisgæslunnar og Sigríður Ólafsdóttir sem annaðist mötuneyti Landhelgisgæslunnar á Seljavegi frá árinu 2003 og síðar ræstingar í Skógarhlíð.

Varðskip dregur norskt línuskip til hafnar

Torita_IMG_3954-(7)

Upp úr klukkan fjögur í morgun tók varðskipið Ægir norska línuskipið TORITA í tog undan austurströnd Grænlands. Beiðni um aðstoð frá skipinu barst Landhelgisgæslunni á miðvikudag þegar það var statt um 500 sml SV af Garðskaga eða á mörkum íslenska leitar- og björgunarsvæðisins og þess grænlenska.

Æfð viðbrögð og samhæfing vegna eldgoss á Jan Mayen

JanMayen_fra_beerenberg
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar (JRCC-Ísland) tók í dag tók þátt í æfingu með norskum samstarfsaðilum þar sem þjálfuð voru viðbrögð og samhæfing aðgerða vegna mögulegs eldgoss á Jan Mayen. 

Varðskip, flugvél og þyrla LHG í grennd þegar grásleppubátur strandaði

Strand230412_GSV_IMG_3553-(1)

Grásleppubátur með tvo menn um borð strandaði á boða í Hofsvík við Kjalarnes eftir hádegi í dag. Á sama tíma stóð yfir sameiginlega leitaræfing stjórnstöðvar, þyrlu, flugvélar og varðskips Landhelgisgæslunnar og voru því óvenjumargar gæslueiningar á svæðinu.

Prufusigling Þórs gekk vel

2012-02-05-Thor-c

Varðskipið Þór fór í prufusiglingu í gær frá Bergen þar sem gerðar voru titrings- , eldsneytis- og hraðamælingar  á ýmsum hröðum og undir misjöfnu álagi. Rolls Royce í Noregi skipti nýverið um aðra aðalvél skipsins vegna titrings sem mældist í skipinu og er framkvæmdin öll á ábyrgð og kostnað Rolls Royce.

Umfangsmikil leit að neyðarblysi sem sást á lofti úti fyrir Straumsvík

GNA_E1F2236

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um kl. 22:00 í gærkvöldi til tilkynning um neyðarblys sem sást á lofti úti fyrir Straumsvík. Leitinni var hætt klukkan 02:52 í nótt þegar leitarsvæðið hafði verið fínkembt og þótti ljóst að neyðarblysinu hafi verið skotið upp af landi.

Sjúklingur sóttur um borð í togskip

GNA2

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 19:55 í gærkvöldi aðstoðarbeiðni vegna veikinda skipverja á íslensku togskipi sem var statt um 25 sml frá landi.   Þyrluvakt var kölluð út kl. 20:02 og fór TF-GNA í loftið frá Reykjavíkurflugvelli kl. 20:39.

Þyrla sótti slasaðan svifdrekaflugmann

_MG_5772
Landhelgisgæslunni barst um kl. 15:00 í dag beiðni frá Neyðarlínunni um aðstoð þyrlu eftir að sviffluga brotlenti suðvestur af Hveragerði. TF-GNA fór í loftið kl. 15:16 og flaug beint að slysstaðnum í klettabelti  Núpafjalls.

Færeyskur línubátur staðinn að meintum ólöglegum veiðum

SYN

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN stóð í morgun færeyskan línubát að meintum ólöglegum veiðum innan hrygningarstoppssvæðis suður af Vestmannaeyjum. Var skipstjóra gert að ljúka við að draga línuna og halda síðan til hafnar í Vestmannaeyjum þar sem skýrslutaka mun fara fram.

Tímamót í samskiptum þyrluáhafnar við björgunaraðila á vettvangi

NC2009_WEEK2_DOUG_ELSEY_PHOTO__104

Í dag urðu þau tímamót að varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar/vaktstöð siglinga tengdu í fyrsta skipti samskipti þyrluáhafnar í sjúkraflugi, sem notar VHF talstöðvar og björgunaraðila á vettvangi með Tetra talstöðvar.

Nýleg tóg var bundið við tundurduflið sem kom í veiðarfæri Sóleyjar Sigurjóns

12042012_DuflIMG_0007

Staðsetning duflsins sem kom í veiðarfæri togarans Sóleyjar Sigurjóns kom sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar nokkuð á óvart þegar tilkynningin barst Landhelgisgæslunni. Vitað er að tundurdufl voru lögð norðar á hafsvæðinu en ekki á þessu svæði . Þegar komið var um borð sást að nýlegt tóg var í auga á duflinu.

Togveiðiskip fékk dufl í veiðarfærin

vlcsnap-2012-04-11-21h55m29s23

Landhelgisgæslunni barst snemma í morgun tilkynning frá togveiðiskipinu Sóleyju Sigurjóns sem fengið hafði dufl í veiðarfærin um 20 sml vestur af Reykjanestá. Þegar skipið kom að landi var áhöfnin send frá borði og var tundurduflið flutt í lögreglufylgd til eyðingar. Áhöfn Sóleyjar Sigurjóns sýndi hárrétt viðbrögð.

Fjölþjóðleg björgunaræfing fór fram í dag

_MG_0566

Landhelgisgæslan tók í dag þátt í fjölþjóðlegu björgunaræfingunni Dynamic Mercy, sem til margra ára hefur farið fram með þátttöku stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar /JRCC Ísland og annarra björgunarmiðstöðva við Norður-Atlantshafið. Æfð voru viðbrögð við flugatviki þar sem lítil flugvél lenti í vandræðum og brotlenti í sjó.

Síða 1 af 2