Fréttayfirlit: maí 2012 (Síða 2)

Skip í línudansi á Reykjaneshrygg

HelgaMaria

Varðskip og flugvél Landhelgisgæslunnar hafa að undanförnu  verið við eftirlit á SV-djúpi og Reykjaneshrygg en þar er nóg að gera um þessar mundir.  Í dag flaug flugvélin  TF-SIF um svæðið og flaug hún einnig yfir nýjasta skip íslenska flotans, HEIMAEY VE-1 sem er á leið til landsins frá Chile.

TF-SIF fór í eftirlitsflug á Reykjaneshrygg

TFSIF_Inflight3_ArniSaeberg

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF fór nýverið í eftirlits- og gæsluflug þar sem könnuð var skipaumferð á SV djúpi  og Reykjaneshrygg. Í fluginu kom í ljós að á Reykjaneshrygg voru átján togarar frá aðildarlöndum Norð-Austur Atlantshafs Fiskveiðiráðsins -  NEAFC, frá Rússlandi, Spáni og Þýskalandi.

Ásatrúarfélagið afhenti Landhelgisgæslunni veglega gjöf um borð í v/s ÞÓR

10052012_Asatruarfelagid

Í blíðviðrinu í dag fór fram athöfn um borð í varðskipinu Þór þar sem Ásatrúarfélagið afhenti Landhelgisgæslu Íslands gjöf upp á tvær milljónir króna sem er framlag félagsins til kaupa á björgunarþyrlu.

Krókaveiðibátur strandaði NNA af Hrollaugseyjum

_MG_0632

Landhelgisgæslunni barst um kl. 07:30 í morgun aðstoðarbeiðni frá krókaveiðibát með einn mann um borð sem var strandaður á sandrifi NNA af Hrollaugseyjum. Samstundis var haft samband við Ingibjörgu, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Höfn í Hornafirði sem fór til aðstoðar og var báturinn laus af strandstað um kl. 10:00.

Ísbjarnarflug um Vestfirði

Skrimsli_Fljotavik

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór nýverið í eftirlitsflug um friðlandið á Hornströndum. Með í för var lögreglumaður og sérfræðingur frá Umhverfisstofnun en  tilgangur leiðangursins var m.a. að kanna hvort ummerki væru um ísbirni á þessum slóðum. Var svo ekki en hinsvegar sáust vegsummerki um að vélsleðar hefðu verið þar á ferð. Einnig sást í Fljótavík stórt hvalhræ langt uppí Fljótavatni og vakti það undrun hve langt hræið væri komið upp í vatnið.

Varðskipið ÞÓR og HMS ST ALBANS æfa saman í Hvalfirði

THOR_MERLI3

Varðskipið Þór tók í dag þátt í björgunaræfingu í Hvalfirði með bresku freigátunni HMS ST ALBANS og MERLIN þyrlu hennar. Að lokinni æfingu fór fram athöfn til minningar um þá fjölmörgu sem fórust í skipalestum sem leið áttu um Norður Atlantshafið í seinni heimstyrjöldinni. Í tengslum við heimsóknina átti skipherra HMS ST ALBANS fund með Georg Kr. Lárussyni forstjóra Landhelgisgæslunnar þar sem rædd var samvinna þjóðanna á hafinu.

Veikur skipverji sóttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar

LHG_utkall03052012

Landhelgisgæslunni barst kl. 21:43 í gærkvöldi aðstoðarbeiðni frá rússneska togaranum ORLIK sem staðsettur var á Reykjaneshrygg, um 200 sjómílur frá Reykjanesi. Óskað var eftir að þyrla myndi sækja alvarlega veikan skipverja og eftir samtal skipstjóra við þyrlulækni var ákveðið að sækja manninn.

Myndir af strandstað í Sandgerði

LHG_Fernanda8

Aðgerðum vegna strands flutningaskipsins Fernanda lauk kl.15:15 þegar skipið losnað af skerinu og sigldi fyrir eigin afli til hafnar.

Stýrimaður frá varðskipinu Þór og lögreglan eru um borð og hafa tekið skýrslu af skipstjóra en það er fast verklag í aðgerðum sem þessum. Mun rannsóknarnefnd sjóslysa nú taka við gögnum málsins.

Landhelgisgæslan stýrir aðgerðum á vettvangi

Fernanda_LIF_Sandgerdi

Samkvæmt upplýsingum frá aðgerðastjórn Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð hefur áhöfn varðskipsins Þórs, ásamt lögreglu nú rætt við áhöfn Fernanda og mun skipstjóri flutningaskipsins  sjálfur reyna að ná skipinu á strandstað á háflóði síðar í dag. Landhelgisgæslan stýrir aðgerðum á vettvangi og fer Auðunn Kristinsson, yfirstýrimaður með framkvæmdastjórn aðgerða.

Flutningaskip strandar í innsiglingunni í Sandgerði

ÞOR_MG_1326

Landhelgisgæslunni barst kl. 08:30 í morgun tilkynning um að erlent flutningaskip, Fernanda/J7AM7 væri strandað í innsiglingunni í Sandgerði en skipið missti af beygju þegar það sigldi með lóðs inn í höfnina.  Í áhöfn eru 11 manns og allt í lagi um borð. Varðskipið Þór var samstundis kallað til aðstoðar og er það væntanlegt á staðinn upp úr kl. 10:00. Einnig var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og verður hún til taks á staðnum.

Þór kominn til Íslands

Thor_prammi_JonPall

Varðskipið Þór kom í kvöld til Hafnarfjarðar með prammann Hrapp eftir 836 sjómílna langa siglingu frá Kvamsøya í Noregi. Pramminn er í eigu Suðurverks en var leigður af Ístak fyrir framkvæmdir í Noregi.

Sjómenn minntir á að hlusta á rás 16

Smabatar

Nú  eru um 820 skip og bátar í ferilvöktun hjá Landhelgisgæslunni og vilja varðstjórar í stjórnstöð minna sjómenn á að hlusta á rás 16 sem er neyðar- og uppkallsrás og þeim ber skylda til að hafa opna þegar þeir eru á sjó. Mörg tilfelli hafa komið upp síðastliðinn sólarhring þar sem erfitt hefur verið að ná í þá sem eru að strandveiðum.

Loftrýmisgæsla hefst að nýju

F-4F_BaldurSveins-(3)

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst á ný þriðjudaginn 8. maí. nk með komu flugsveitar bandaríska flughersins. Verkefnið er í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Alls munu um 150 liðsmenn bandaríska flughersins taka þátt í verkefninu.

Veikur skipverji sóttur um borð í rússneskan togara

GNA3_BaldurSveins

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA sótti í morgun veikan skipverja um borð í rússneska togarann IOSIF SHMELKIN. Fór þyrlan í loftið kl. 04:50 og var komið að skipinu kl. 06:00 þar sem sigmaður seig niður með börur ásamt þyrlulækni. Var sjúklingur undirbúinn fyrir flutning og síðan hífður um borð í þyrluna.

Rússneskur togari óskar eftir aðstoð

GNA_E1F2236

Landhelgisgæslunni barst kl. 14:25 aðstoðarbeiðni frá áhöfn rússnesks togara sem staðsettur er um 260 sjómílur frá Reykjavík. Var túlkur fenginn til aðstoðar í stjórnstöðinni og fengust þá þær upplýsingar frá lækni um borð að um væri að ræða veikan skipverja sem ekki væri lífshættulega veikur en samt sem áður yrði hann að komast á sjúkrahús.

Strandveiðar hafnar að nýju

_MG_3255

Mikið var um að vera í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í dag á fyrsta degi strandveiðanna en um kl. 07:00 í morgun voru um sjö hundruð skip í fjareftirliti en um kl. 15:30 hafði talan farið niður í 670 skip utan hafna.  Þurfa allir bátar sem fara til strandveiða að tilkynna Landhelgisgæslunni brottför og komu til hafnar. 

Síða 2 af 3