Fréttayfirlit: maí 2012 (Síða 3)

Bátur sekkur skammt undan Látrabjargi

_MG_0566

Rétt fyrir klukkan níu í kvöld barst Landhelgisgæslunni neyðarkall frá fiskibátnum Lóu sem staðsettur var um 0,5  sml NV af Látrabjargi. Sagði hann nærstaddan bát, Krumma, vera kominn á hliðina og skipverji bátsins kominn í sjóinn.

Þyrla LHG sækir veikan sjómann

GNA2

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í morgun veikan sjómann um borð í fiskiskip sem staðsett var við Grímsey.TF-GNA fór í loftið kl. 07:06 og var flogið beint á staðinn þar sem maðurinn var hífður um borð í þyrluna. Haldið var frá skipinu kl. 11:33 og lent við Landspítalann í Fossvogi um kl. 13:15.

TF-LIF komin til landsins eftir skoðun í Noregi

LIF_2IMG_5316

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF, kom til Reykjavíkur eftir hádegi í dag eftir að hafa verið í skoðun sem fór fram í Noregi. Eflaust hefur koma þyrlunnar vakið athygli því þegar þyrlan kom til Reykjavíkur voru TF-GNA og TF-SYN að koma úr verkefnum og fylgdu þær TF-LIF inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli. Með komu TF-LIF til landsins er Landhelgisgæslan á ný með þrjár þyrlur til taks.

Síða 3 af 3