Fréttayfirlit: júní 2012 (Síða 2)

Rýnifundur vegna Dynamic Mercy

_MG_0566

Í vikunni var haldinn rýnifundur vegna æfingarinnar Dynamic Mercy fór fram í apríl síðastliðnum. Var æfingin tvískipt og með þáttöku þjóða við Norður Atlantshaf. Þær þjóðir sem aðila áttu á fundinum voru auk Íslands, Noregur, Bretland, Danmörk, Færeyjar, Grænland, Belgía, Holland, Þýskaland og Rússland. Atlantshafsbandalagið tók einnig þátt í æfingunni

Mikill árangur hefur náðst í rafmagnssparnaði

Gunnolfsvfjall

Með samstöðu starfsmanna á ratsjárstöðvunum fjórum og á umsjónarsvæði Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli hefur náðst mikill árangur milli ára í rafmagnssparnaði. Nemur heildarlækkun rafmagnskostnaðar frá janúar 2011 til apríl 2012 rúmum sex milljónum króna.

Maðurinn fundinn á Skeiðarárjökli

GNA3_BaldurSveins

Þyrla Landhelgisgæslunnar fann um kl. 16:50 manninn sem leitað var að á Skeiðarárjökli og sendi út neyðarboð kl. 13:34 í dag. Var maðurinn heill á húfi og amaði ekkert að honum en hann villtist á svæðinu og gerði hárrétt með að senda út neyðarboðin.

Þyrla LHG kölluð til leitar á Skeiðarárjökli

Jokull_thyrlaLHG

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 13:34 neyðarboð frá gerfihnattaneyðarsendi með staðsetningu á austanverðum Skeiðarárjökli. Eftir að staðfesting hafði fengist á boðunum var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð til leitar og fer hún á staðinn með undanfara SL. Auk þess voru björgunarsveitir á Suðausturlandi kallaðar út.

Áhöfn v/s ÞÓR þjálfar notkun olíuhreinsibúnaðar

CIMG0886

Að undanförnu hefur áhöfn varðskipsins ÞÓR m.a. þjálfað notkun olíuhreinsibúnaðar og olíuvarnargirðingar varðskipsins sem ekki hefur áður verið í notkun hér á landi en sænska strandgæslan og norska strandgæslan að hluta, hefur notað hliðstæðan búnað með góðum árangri.

Þyrla LHG kölluð út eftir slys í Stykkishólmi

GNA2

Þegar þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF var að undirbúast fyrir eftirlitsflug síðdegis í dag barst beiðni frá 112 um aðstoð þyrlunnar eftir að eldri maður slasaðist í Stykkishólmi. Fór þyrlan í loftið kl. 18:51 og lenti á flugvellinum í Stykkishólmi kl. 19:30.

Eyddu dýnamíti sem var skilað inn til Sorpu

Undirbúin eyðing á gömlu dýnamíti

Séraðgerða- og sprengjueyðingasviði Landhelgisgæslunnar barst á föstudag tilkynning frá Sorpu um að þeim hefði borist gamalt dýnamít sem hafði verið skilið eftir í söfnunargámi Sorpu á landsbyggðinni og var það síðan flutt með sendiferðabíl til Reykjavíkur.

Fjögur þúsund og fimmhundruð manns heimsóttu varðskipið Þór

SjomannadagurTHOR8

Varðskipið Þór var opið til sýnis um helgina í tilefni sjómannadagsins og Hátíðar hafsins. Mikið líf og fjör var um borð og voru samtals 3100 manns sem komu um borð til að skoða skipið, spjölluðu við áhöfnina og kynntu sér getu,  tækni og búnað varðskipsins.

Slasaður sjómaður sóttur um borð í norskan togara

Thyrla_stjornklefi

Landhelgisgæslunni barst í morgun tilkynning um slasaðan sjómann um borð í norskum togara sem staddur var á Reykjaneshrygg eða 220 sjómílur úti fyrir landinu. Ákveðið var að skipið myndi sigla á móti þyrlunni sem fór í loftið kl. 17:27 og mætti skipinu um kl. 19:00 þegar það var um 145 sjómílur suður af Reykjanesi.

Minningarathöfn og messa á Sjómannadeginum

03062012_Minnisv10

Athöfn fór fram í morgun við Minningaröldur Sjómannadagsráðs við Fossvogskapellu í Fossvogskirkjugarði. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur flutti ritningarorð og bæn. Lagðir voru blómsveigar að minnisvarðanum og starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð. 

Síða 2 af 2