Fréttayfirlit: 2012 (Síða 4)
Leitar- björgunar- og öryggismál á hafinu rædd á fundi með NATO

Vinnufundur Landhelgisgæslunnar með yfirmönnum flotastjórnar NATO (The Allied Maritime Command Headquarters, sem staðsett er í Northwood á Englandi, fer fram nú í vikunni. Á dagskrá fundarins eru mál er varða leit og björgun á Norður-Atlantshafi sem og önnur öryggismál á hafinu.
TF-LÍF kölluð út vegna alvarlegra veikinda

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF LIF var kölluð út kl. 09:59 í morgun vegna alvarlegra veikinda sem áttu sér stað í Borgarfirði. Fór þyrlan í loftið kl. 10:19 og flaug til til móts við sjúkrabíl sem flutti sjúklinginn. Lent var vestan megin við Hvalfjarðargöng kl. 10:26 var sjúklingur fluttur um borð í þyrluna.
Flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli

Landhelgisgæslan hóf leit að bát sem ekki hlustaði á fjarskipti

Þyrlur Landhelgisgæslunnar og björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Ísafirði og Skagströnd voru kölluð út kl. 12:27 vegna báts sem hvarf úr eftirlitskerfum í morgun þegar hann var um 35 sjómílur NA af Horni. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir varðstjóra Landhelgisgæslunnar náðist ekki í bátinn eða aðra báta á sama svæði.
Æfingin Northern Challenge stendur yfir

Landhelgisgæslan stendur um þessar mundir fyrir fjölþjóðlegri æfingu sprengjusérfræðinga sem kallast Northern Challenge. Æfingin fer fram á Keflavíkurflugvelli og á fyrrum varnarsvæðum utan hans, í höfninni í Helguvík, Patterson svæðinu og í Hvalfirði.
Síðasta vaktin á 27 ára starfsferli hjá LHG

Ægir kom að björgun 130 flóttamanna í Miðjarðarðarhafi

Viðtal við Einar Valsson skipherra á varðskipinu Ægi birtist nýlega í september útgáfu „The Border Post“ sem er fréttabréf Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins. Í viðtalinu segir Einar frá verkefnum varðskipsins sem nýverið sneri aftur til Íslands eftir sex vikna verkefni í Miðjarðarhafi fyrir Frontex.
Skipulagsskrá undirrituð fyrir Þyrlukaupasjóð

Nýverið var undirrituð skipulagsskrá fyrir Þyrlukaupasjóð en stofnandi sjóðsins er Öldungaráðið (félag fyrrverandi starfsmanna Landhelgisgæslunnar og Sjómælinga Íslands). Stofnfé sjóðsins gaf Ásatrúarfélagið þann 12. maí sl. í söfnun til kaupa/leigu á þyrlu fyrir Landhelgisgæslu Íslands eða búnaðar í björgunarþyrlu.
Þyrla LHG sótti slasaðan sjómann

Þyrla LHG sækir slasaða eftir bílslys

Landhelgisgæslunni barst rétt fyrir kl. 16:00 í dag beiðni um þyrlu í gegnum 1-1-2 eftir að bílslys varð í Vatnsfjarðardal við Ísafjarðardjúp. TF-GNA fór í loftið frá Reykjavík kl. 16:35 og lenti við slysstað kl. 17:31. Tveir slasaðir voru fluttir um borð í þyrluna sem fór að nýju í loftið kl. 17:51. Lent var við Landspítalann í Fossvogi kl. 18:47.
Fjörutíu ár í starfi hjá Landhelgisgæslunni
Síðdegis í dag hittust nokkrir starfsmenn Landhelgisgæslunnar í kaffi og fögnuðu nýlegum tímamótum. Þar á meðal var fjörutíu ára starfsafmæli Halldórs B. Nellett skipherra en hann hóf störf hjá Landhelgisgæslunni árið 1972 og þá sem messi á varðskipinu Ægi með Guðmund Kærnested skipherra.
Ánægja með þátttöku Íslendinga í björgunaræfingu við Grænland

Fjölþjóðlega leitar- og björgunaræfingin SAREX Greenland Sea 2012 var haldin dagana 10.-14. september, norðaustarlega á Grænlandshafi, milli Daneborg og Meistaravíkur. Æfingin var haldin á grunni samkomulags Norðurskautsríkjanna um öryggi á Norðurslóðum. Um 80-100 fulltrúar Íslands tóku með einum eða öðrum hætti þátt í æfingunni.
Nætursjónaukar auka öryggi og magna ljós í myrkri
.jpg)
Á haustin taka taka við hjá þyrluáhöfnum reglubundnar æfingar með nætursjónauka en Landhelgisgæslan hefur frá árinu 2002 verið með búnaðinn í Super Puma þyrlunum TF-GNA og TF-LIF. Að sögn flugstjóra auka nætursjónaukar notkunargetu þyrlanna um 90% og skipta sköpum við björgunarstörf.
Tvö þyrluútköll á laugardag

Þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út tvisvar sinnum á laugardag eftir að óhöpp urðu á landsbyggðinni. Fyrri aðstoðarbeiðnin barst kl. 10:40 eftir að karlmaður á fertugsaldri slasaðist við smalamennsku í nágrenni Fellastrandar í Hvammsfirði. Farið var í loftið kl. 11:12 og haldið beint á staðinn.
Leitar- og björgunaræfingin SAREX Greenland Sea 2012 hafin

Í dag hefst við austurstönd Grænlands fjölþjóðlega leitar- og björgunaræfingin SAREX Greenland Sea 2012 sem haldin er í tengslum við samning Norður Heimskautsráðsins vegna leitar og björgunar. Takmark æfingarinnar er að þjálfa raunveruleg leitar- og björgunarviðbrögð Norðurskautsþjóðanna.
Slasaður skipverji sóttur um borð í togskip
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF var kölluð út um klukkan 06:35 í morgun eftir að slys varð um borð í íslensku togskipi sem staðsett var um 50 sjómílur vestur af Snæfellsnesi. Fór þyrlan í loftið kl. 07:11. Flogið var beint á staðinn þar sem sigmaður og læknir sigu niður í skipið og undirbjuggu sjúkling fyrir flutning.