Fréttayfirlit: 2012 (Síða 4)

Leitar- björgunar- og öryggismál á hafinu rædd á fundi með NATO

MARCOM_ICG3

Vinnufundur Landhelgisgæslunnar með yfirmönnum flotastjórnar NATO (The Allied Maritime Command Headquarters, sem staðsett er í Northwood á Englandi, fer fram nú í vikunni.  Á dagskrá fundarins eru mál er varða leit og björgun á Norður-Atlantshafi sem og  önnur öryggismál á hafinu.

TF-LÍF kölluð út vegna alvarlegra veikinda

TF-LIF_8625_1200

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF LIF var kölluð út kl. 09:59 í morgun vegna alvarlegra veikinda sem áttu sér stað í Borgarfirði. Fór þyrlan í loftið kl. 10:19 og flaug til til móts við sjúkrabíl sem flutti sjúklinginn. Lent var vestan megin við Hvalfjarðargöng kl. 10:26 var sjúklingur fluttur um borð í þyrluna.

Flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli

Samhaefstod
Landhelgisgæslan tekur í dag þátt í flugslysaæfingu á Reykjavíkurflugvelli og mun fulltrúi hennar mun vera staddur í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð en hún er virkjuð í æfingunni og mun aðstoða vettvang eftir þörfum.  Æfingin hefst klukkan 10:30 og lýkur um klukkan 15:00.

Landhelgisgæslan hóf leit að bát sem ekki hlustaði á fjarskipti

TF-LIF_8434_1200

Þyrlur Landhelgisgæslunnar og björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Ísafirði og Skagströnd voru kölluð út kl. 12:27 vegna báts sem hvarf úr eftirlitskerfum í morgun þegar hann var um 35 sjómílur NA af Horni.  Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir varðstjóra Landhelgisgæslunnar  náðist ekki í bátinn eða aðra báta á sama svæði.

Æfingin Northern Challenge stendur yfir

NC2012_W1D3_Doug_Elsey_Photo_093

Landhelgisgæslan stendur um þessar mundir fyrir fjölþjóðlegri æfingu sprengjusérfræðinga sem kallast Northern Challenge. Æfingin fer fram á Keflavíkurflugvelli og á fyrrum varnarsvæðum utan hans, í höfninni í Helguvík, Patterson svæðinu og í Hvalfirði.

Síðasta vaktin á 27 ára starfsferli hjá LHG

2012-09-27,-Jon-Ebbi-aa
Jón Ebbi Björnsson varðstjóri hjá Landhelgisgæslunni stóð sína síðustu vakt á stjórnstöðinni sl. fimmtudag en hann hefur í 27 ár verið í starfi hjá Landhelgisgæslunni. Hann hóf störf árið 1985 og var fyrst loftskeytamaður um borð í varðskipunum en fyrir þann tíma hafði hann verið um árabil loftskeytamaður á íslenskum skipum víða um heim.

Ægir kom að björgun 130 flóttamanna í Miðjarðarðarhafi

Agir_Midjhaf

Viðtal við Einar Valsson skipherra á varðskipinu Ægi birtist nýlega í september útgáfu „The Border Post“ sem er fréttabréf Frontex, landamærastofnunar EvrópusambandsinsÍ viðtalinu segir Einar frá verkefnum varðskipsins sem nýverið sneri aftur til Íslands eftir sex vikna verkefni í Miðjarðarhafi fyrir Frontex.

Skipulagsskrá undirrituð fyrir Þyrlukaupasjóð

Thyrlusjodur_undirskrift

Nýverið var undirrituð skipulagsskrá fyrir Þyrlukaupasjóð en stofnandi sjóðsins er Öldungaráðið (félag fyrrverandi starfsmanna Landhelgisgæslunnar og Sjómælinga Íslands). Stofnfé sjóðsins gaf Ásatrúarfélagið þann 12. maí sl. í söfnun til kaupa/leigu á þyrlu fyrir Landhelgisgæslu Íslands eða búnaðar í björgunarþyrlu.

Þyrla LHG sótti slasaðan sjómann

TF-LIF_8434_1200
Landhelgisgæslunni barst síðdegis í dag beiðni um aðstoð þyrlu eftir að óhapp varð um  borð í íslensku rannsóknaskipi þar sem það var statt um 95 sjómílur vestur af Bjargtöngum. Eftir að hafa rætt við skipstjóra mat þyrlulæknir að nauðsynlegt væri að sækja manninn. Hann væri ekki í lífshættu en þyrfti engu að síður að komast undir læknishendur. 

Þyrla LHG sækir slasaða eftir bílslys

Landhelgisgæslunni barst rétt fyrir kl. 16:00 í dag beiðni um þyrlu í gegnum 1-1-2 eftir að bílslys varð í Vatnsfjarðardal við Ísafjarðardjúp. TF-GNA fór í loftið frá Reykjavík kl. 16:35 og lenti við slysstað kl. 17:31. Tveir slasaðir voru fluttir um borð í þyrluna sem fór að nýju í loftið kl. 17:51. Lent var við Landspítalann í Fossvogi kl. 18:47.

Fjörutíu ár í starfi hjá Landhelgisgæslunni

IMG_4878

Síðdegis í dag hittust nokkrir starfsmenn Landhelgisgæslunnar í kaffi og fögnuðu nýlegum tímamótum. Þar á meðal var fjörutíu ára starfsafmæli Halldórs B. Nellett skipherra en hann hóf störf hjá Landhelgisgæslunni árið 1972 og þá sem messi á varðskipinu Ægi með Guðmund Kærnested skipherra.

Ánægja með þátttöku Íslendinga í björgunaræfingu við Grænland

Nyhavn1

Fjölþjóðlega leitar- og björgunaræfingin SAREX Greenland Sea 2012 var haldin dagana 10.-14. september, norðaustarlega á Grænlandshafi, milli Daneborg og Meistaravíkur. Æfingin var haldin á grunni samkomulags Norðurskautsríkjanna um öryggi á Norðurslóðum. Um 80-100 fulltrúar Íslands tóku með einum eða öðrum hætti þátt í æfingunni.

Nætursjónaukar auka öryggi og magna ljós í myrkri

Snapshot-2-(18.3.2012-16-10)

Á haustin taka taka við hjá þyrluáhöfnum reglubundnar æfingar með nætursjónauka en Landhelgisgæslan hefur frá árinu 2002 verið með búnaðinn í Super Puma þyrlunum TF-GNA og TF-LIF. Að sögn flugstjóra auka nætursjónaukar notkunargetu þyrlanna um 90% og skipta sköpum við björgunarstörf.

Tvö þyrluútköll á laugardag

TF-LIF_8434_1200

Þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út tvisvar sinnum á laugardag eftir að óhöpp urðu á landsbyggðinni. Fyrri aðstoðarbeiðnin barst kl. 10:40 eftir að karlmaður á fertugsaldri slasaðist við smalamennsku í nágrenni Fellastrandar í Hvammsfirði. Farið var í loftið kl. 11:12 og haldið beint á staðinn.

Leitar- og björgunaræfingin SAREX Greenland Sea 2012 hafin

Þór á æfingu með Norsku varðskipi

Í dag hefst við austurstönd Grænlands fjölþjóðlega leitar- og björgunaræfingin SAREX Greenland Sea 2012 sem haldin er í tengslum við samning Norður Heimskautsráðsins vegna leitar og björgunar. Takmark æfingarinnar er að þjálfa raunveruleg leitar- og björgunarviðbrögð Norðurskautsþjóðanna.

Slasaður skipverji sóttur um borð í togskip

LHG_utkall03052012-(7)

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF var kölluð út um klukkan 06:35 í morgun eftir að slys varð um borð í íslensku togskipi sem staðsett var um 50 sjómílur vestur af Snæfellsnesi.  Fór þyrlan í loftið kl. 07:11. Flogið var beint á staðinn þar sem sigmaður og læknir sigu niður í skipið og undirbjuggu sjúkling fyrir flutning.

Síða 4 af 7