Fréttayfirlit: febrúar 2013

Þyrla LHG kölluð út til bráðaflutnings

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 14:59 að beiðni læknis á Kirkjubæjarklaustri vegna alvarlegra veikinda. Sjúkrabíll sótti sjúkling og keyrði hann á móti TF-LÍF sem fór í loftið frá Reykjavík kl. 15:18. Sjúkrabíll og þyrla mættust á flugvellinum í Vík kl. 16:15.

Draugaskip rekur um Norður Atlantshafið

Orlova

Eins og fram kom í frétt á heimsíðu LHG þann 19. febrúar rekur nú mannlaust 4000 tonna skemmtiferðaskip austur af Nýfundnalandi, NA- eða A af svæði sem kallast Flæmski Hatturinn. Engin leið er að vita staðsetningu draugaskipsins "Lyubov Orlova" fyrr en sjónræn staðfesting fæst. Ýmsar getgátur eru um staðsetningu sem eru byggðar á gervitunglamyndum

Þyrlur kallaðar út og varðskip í viðbragðsstöðu eftir að flugvél tilkynnti um bilun

Thyrla_stjornklefi

Þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og varðskipið Þór, sem statt er við SV vert landið, var sett í viðbragðsstöðu eftir að tilkynning barst um bilun í farþegaþotu sem stödd var um 12 sjómílur frá Keflavíkurflugvelli.

Staðan innan hafsvæðisins - samæfing LHG haldin á föstudag

THOR_flug_EmilValgeirs

Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar eru að jafnaði um 200-250 skip á sjó þessa dagana innan lögsögu Íslands. Flotinn er nokkuð dreifður en þó er nokkur umferð togara á Vestfjarðamiðum og vestur af Kolbeinsey. Næstkomandi föstudag er fyrirhuguð samæfing stjórnstöðvar, varðskips og loftfara Landhelgisgæslunnar en í æfingunni taka þátt varðskipið Þór, flugvélin SIF og þyrlurnar LIF og GNA ásamt stjórnstöð.

Þyrla LHG bjargar fólki úr sjálfheldu í Landmannalaugum

GNA1_haust2012

Landhelgisgæslunni barst kl. 17:08 beiðni um útkall þyrlu eftir að tilkynning barst til 112 um fólk í sjálfheldu í Landmannalaugum. Fimm manns voru í bifreið sem ekið var út í á,  fór bíllinn á kaf og beið fólkið eftir björginni á þaki bílsins. Þyrla LHG fór í loftið kl. 17:35 og kom að staðnum kl. 18:46. Fólkið var komið um borð í þyrluna kl. 18:58.

Afkastageta flugvélar LHG mikilvæg á íslenska hafsvæðinu

21022013_Radar

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fór í um 4 klst. eftirlitsflug í gærkvöldi þar sem floginn var hringur umhverfis landið og haft eftirlit með íslenska hafsvæðinu. Meðfylgjandi radarmynd var tekin í fluginu en hún sýnir skipaumferð og hafísbrún sem er u.þ.b. 100 sjómílur NNV af Kögri.

Námskeið fyrir varðstjóra um samskipti við flugatvik

SRR

Starfsmenn stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar - JRCC Ísland (Joint Rescue Coordination Centre) hafa að undanförnu setið námskeið hjá ISAVIA sem heitir OACC alerting JRCC sem fjallar um samskipti flugstjórnarmiðstöðvar í Reykjavík og björgunarmiðstöðvarinnar JRCC Ísland.

Þyrla LHG sótti slasaðan skipverja af loðnuskipi

2013-02-19-1049

Landhelgisgæslunni barst kl. 11:40 beiðni um aðstoð frá skipstjóra á íslensku loðnuskipi eftir að skipverji slasaðist um borð þar sem skipið var staðsett á Meðallandsbugt. Gefið var samband við þyrlulækni sem taldi að hinn slasaði þyrfti að komast á sjúkrahús. Þyrlan lenti við Landspítalann í Fossvogi  kl. 15:20. 

Yfirgefið skemmtiferðaskip rekur hugsanlega í átt að Íslandi.

Lyuobv-Orlova-&-charlene-Hunt-(Jan-20,-2013)

Landhelgisgæslunni barst þann 5. febrúar síðastliðinn upplýsingar um að "Lyubov Orlova" 100 metra langt og 4000 tonna skemmtiferðaskip væri mannlaust á reki austur af Nýfundnalandi. Hugsanlega væri rek skipsins til norðausturs þ.e. í átt að Íslandi.

TF-LÍF sótti slasaða konu að Gígjökli

2013-02-18-1043
Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti kl. 13:51 við Landspítalann í Fossvogi með konu sem hlaut höfuðáverka eftir grjóthrun sem varð rétt fyrir hádegi við Gígjökul á Þórsmerkurleið. Þyrlan var kölluð út kl. 12:15 og fór hún í loftið kl. 12:31.

Fjölbreytt námskeið haldin fyrir starfsmenn LHG

IMG_0097

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafa að undanförnu tekið þátt í ýmsum endurmenntunarnámskeiðum sem eru haldin á mismundandi stigum, eftir reynslu og bakgrunni starfsmanna. Má þar nefna köfunar, valdbeitingar-, skyndihjálparnámskeið auk CRM - Crew Resource Management sem fjallar um áhafnasamstarf í loftförum LHG.

Rekald sást í flugi TF-SIF sem getur verið hættulegt minni bátum og skipum

_MG_3695
TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar fór í gær í hefðbundið gæslu- og eftirlitsflug um SV og SA mið. Í eftirlitsbúnaði sást skip sem ekki var með kveikt á eftirlitsbúnaði. Haft var samband við skipið og taldi skipsjóri að ekki þyrfti að vera með kveikt á búnaði þar sem hann var staðsettur. Einnig sást í fluginu töluvert stórt krosslaga rekald, ca. 15 x 6 metrar á kant sem var staðsett um 33 sml VSV af Reykjanesi.

Sprengjueyðingasveit LHG kölluð út til að eyða gömlu sprengiefni

13022013LHG_eod_eydingdinamit

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út í kvöld að beiðni sérsveitar ríkislögreglustjóra eftir að tilkynning barst til lögreglunnar um að talsvert magn sprengiefnis væri geymt í gámi við íbúðarhús á sveitabæ í Hvalfjarðarsveit. Tveir af sprengjusérfræðingum LHG fóru á vettvang ásamt lögreglu til að eyða sprengiefninu.

Eikarbátur í vandræðum á Þistilfirði - varðskipið Þór fylgdi bátnum til hafnar

Þor_Akureyri
Landhelgisgæslunni barst kl. 01:07 í nótt beiðni um aðstoð frá 25 tonna eikarbátnum Ramónu en  kominn var leki að bátnum og lensidælur bátsins virkuðu ekki. Einn maður var um borð í bátnum sem var staðsettur á Þistilfirði  eða um 14 sjómílur frá Þórshöfn. Varðskipið Þór og björgunarskip SVFL á Þórshöfn fóru til aðstoðar og kom Þór með bátnum til hafnar upp úr klukkan sex í morgun.

Fallhlífastökk og gæsluflug TF-SIF í gær

Fallhlstokk

TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar fór í gær í gæslu og fallhlífastökksflug sem hófst með að flogið var með sjö fallhlífastökkvara á Sandskeið og stukku tveir þeirra út í 1500 fetum en fimm í 6000 fetum. Meðfylgjandi mynd var tekin 1979 fetum.

Þema 112 dagsins í ár er að hvetja fólk til að læra skyndihjálp

112-dagurinn er haldinn um allt land í dag, 11. febrúar. Hann er einnig haldinn víða um Evrópu en 112 er samræmt neyðarnúmer í löndum Evrópusambandsins. Þema dagsins í ár er að hvetja fólk til að læra skyndihjálp og hika ekki við að veita fyrstu aðstoð á vettvangi slysa og veikinda.

Síða 1 af 2