Fréttayfirlit: mars 2013 (Síða 2)

Þyrla LHG kölluð út eftir vélsleðaslys í Skagafirði

Jokull_thyrlaLHG

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 16:05 í dag eftir að tilkynning barst um vélsleðaslys í Unadal í Skagafirði. Ók maðurinn fram af hengju og fékk sleðann ofaná sig. Björgunarsveitir á svæðinu voru þá á leið á staðinn auk læknis á vélsleða.Þyrlan fór í loftið kl. 16:30 og lenti við slysstað kl. 17:33. Hafði þá læknir búið um meiðsli hins slasaða og var rétt fyrir kl. 18:00 verið að flytja manninn um borð í þyrluna.

Þyrla LHG tók þátt í björgunaraðgerðum við Botnsúlur

GNA1_haust2012

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út upp úr klukkan tvö í dag eftir að tilkynning barst um mann sem slasaðist við Botnsúlur í Hvalfirði. Var þá þyrlan í æfingu á ytri höfn Reykjavíkur og hélt strax inn á Reykjavíkurflugvöll til að taka eldsneyti. Var farið að nýju í loftið kl. 14:29 og fóru undanfarar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar með þyrlunni.

Merki bárust frá neyðarsendi draugaskipsins Lyubov Orlova

Lyubov-Orlova

Landhelgisgæslunni bárust nýlega fregnir af  draugaskipinu Lyubov Orlova frá Írsku Strandgæslunni en komið hefur fram í fjölmiðlum að talið er líklegt að skipið hafi sokkið. Samkvæmt Írsku Strandgæslunni tók neyðarsendir sem tilheyrði skipinu að senda frá sér merki í byrjun síðustu viku en eins og vitað er þá geta sendarnir farið í gang af ýmsum ástæðum. Landhelgisgæslan hefur það í huga að draugaskipið geti enn verið á reki djúpt suður af Íslandi.

Kanada kemur til loftrýmisgæslu

Gunnolfsvfjall

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst á ný mánudaginn 18. mars nk með komu flugsveitar kanadíska flughersins.  Alls munu um 170 liðsmenn kanadíska flughersins taka þátt í verkefninu og koma þeir til landsins með sex  F-18 orrustuþotur og eina eldsneytisbirgðavél. Gera má ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum þ.e. Akureyri og Egilsstöðum

Landhelgisgæslan tekur þátt í Skrúfudegi Tækniskólans

Sjomskolinn

Landhelgisgæslan tekur nk. laugardag frá kl 13:00 til 16:00 þátt í hinum árlega Skrúfudegi Tækniskólans sem er í umsjón skólafélags Vélskóla Íslands og nemendafélags Stýrimannaskólans í Reykjavík. Skrúfudagurinn fer fram í Sjómannaskólanum við Háteigsveg og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá, kynningar og fleira.

Sprengjudeildin aðstoðar í ófærðinni - Aðstoðarbeiðnir af fjöllum berast í gegnum neyðar- og uppkallsrás skipa

photo3

Starfsmenn séraðgerða- og sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar voru í morgun kallaðir til aðstoðar lögreglu og slökkviliði höfuðborgarsvæðisins vegna ófærðarinnar.  Einnig eru dæmi um að vegfarendur á fjallvegum og heiðum  hafi gert vart við sig á neyðar- og uppkallsrás skipa í morgun, þ.e. rás 16 og þannig náð sambandi við  stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.

Landhelgisgæslan þakklát fyrir það mikla traust sem hún nýtur meðal almennings

JolakortLHG2012

Landhelgisgæslan nýtur mests trausts almennings samkvæmt niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup sem birtust í gær en samkvæmt þeim treysta 90% þjóðarinnar henni vel.  Landhelgisgæslan er afar stolt og þakklát yfir þessum niðurstöðum sem staðfesta að meginþorri þjóðarinnar er sáttur við störf hennar.  Að baki þessu mikla trausti er samheldinn og hæfur hópur starfsmanna.

Þrjú þyrluútköll á tólf klukkustundum

GNA2

Það var í nógu að snúast hjá stjórnstöð og þyrluáhöfnum Landhelgisgæslunnar um helgina. M.a. bárust þrjú útköll á tólf klukkustundum.

Tvö þyrluútköll í kvöld

Nætursjónaukar

Tvö útköll bárust á þyrlu Landhelgisgæslunnar í kvöld. Fyrra útkallið  barst kl. 20:23 og var að beiðni læknis á Hvolsvelli eftir að jeppi valt á Þingskálavegi við Svínhaga en seinna útkallið barst þegar þyrlan var við það að lenda við Landspítalann vegna bifreiðar sem festist í Sandavatni suður af Langjökli.

Samæfing Landhelgisgæslunnar fór fram í dag

IMG_4532
Í dag var haldin samæfing stjórnstöðvar, varðskips og loftfara Landhelgisgæslunnar en í henni tóku þátt varðskipið Þór, flugvélin Sif og þyrlurnar Líf og Gná ásamt stjórnstöð. Markmið æfingarinnar var að æfa framkvæmd leitar og björgunar á sjó í samræmi við

leiðbeiningar Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar og Alþjóðaflugmálastofnunarinnar.

Síða 2 af 2