Fréttayfirlit: apríl 2013 (Síða 2)

Íslenskur tækjabúnaður í þróun sem mun nýtast við leit og björgun

TF-LIF_8586_1200
Landhelgisgæslan hefur að undanförnu komið að þróun og prófunum nýs tækjabúnaðar sem verður notaður við leit að týndu fólki í óbyggðum. Skilyrði fyrir notkun tækisins er að sá týndi sé með kveikt á GSM síma. Um er að ræða færanlega GSM móðurstöð með fylgibúnaði sem staðsett er í þyrlu. Hugmyndina fékk Óskar Valtýsson fjarskiptastjóri hjá Landsvirkjun þegar hann fylgdist með umfangsmikilli leit fyrir tveimur árum.

Eftirlitsflug um Suðvestur og Vesturland

_MG_3255

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar fóri í dag í eftirlits- og gæsluflug um Suðvestur og Vesturland. Við flugtak og lendingu var svipast um eftir konu sem leitað hefur verið að síðastliðna daga, án árangurs.Hér er ratsjármynd sem var tekin í fluginu.

Fallhlífarstökks- og eftirlitsflug TF-SIF

SIF

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF fór í dag í fallhlífarstökks og eftirlitsflug um SV- djúp. Flugið hófst með að fjórir nemar í fallhlífarstökki, starfsmenn Landhelgisgæslunnar og Ríkislögreglustjóra, stukku út í 1200 fetum en þeir hafa að undanförnu hlotið þjálfun hjá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík.

Bátur staðinn að meintum ólöglegum veiðum

GNA1_haust2012

Þyrla Landhelgisgæslunnar stöðvaði í dag bát að handfæraveiðum innan reglugerðarhólfs þar sem bannaðar eru veiðar vegna hrygningarstopps. Var báturinn færður til hafnar og tók lögregla á móti honum. Landhelgisgæslan brýnir fyrir sjómönnum að fylgjast vel með lokunum sem eru í gangi hverju sinni.

Landhelgisgæslan æfir með Herjólfi

Thor_Herjolfur1

Síðastliðinn laugardag fóru fram æfingar varðskips og þyrlu Landhelgisgæslunnar með farþegaskipinu Herjólfi. Æfingar sem þessar eru liður í viðbragðsáætlunum og skiptust þær í tvo þætti. Fyrri æfingin haldin um daginn þar sem Herjólfur var tekinn í tog af varðskipinu um kvöldið kom svo þyrla LHG á vettvang og fékk áhöfn Herjólfs þjálfun í móttöku á þyrlu.

Kanadíska flugsveitin með fjölskyldudag

20130406_121107

Í dag var starfsmönnum Landhelgisgæslunnar, ISAVIA, kanadíska sendiráðsins og annarra samstarfsaðila, ásamt fjölskyldum, boðið í opið hús hjá kanadísku flugsveitinni sem stödd er hér á landi. Þotur, eldsneytisvél og ýmiss búnaður þeirra var til sýnis og boðið var upp á gómsætar kanadískar pönnukökur með hlynsírópi. Einnig var slökkvibíll frá Keflavíkurflugvelli til sýnis og þyrla Landhelgisgæslunnar kom við.

Flot úr kafbátagirðingu fannst við Markarfljót

Dufl_VID_SELJALAND2

Landhelgisgæslunni barst á miðvikudag tilkynning um torkennilegan hlut sem fannst við Markarfljót, skammt frá þjóðveginum.  Þar sem ekki tókst að senda mynd til Landhelgisgæslunnar var ákveðið að þyrla í eftirlitsflugi kæmi við á staðnum og myndaði hlutinn.  Einnig voru höfð afskipti af tómstundaveiðimönnum sem voru að veiðum innan hrygningarstoppssvæðis.

Vilhjálmur Óli Valsson, yfirstýrimaður og sigmaður látinn

Villi_AS

Vilhjálmur Óli Valsson, yfirstýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, lést sl. laugardagskvöld á Landspítalanum eftir stranga baráttu við krabbamein, 41 árs að aldri. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tilkynnti starfsmönnum Landhelgisgæslunnar um andlát Vilhjálms Óla í morgun. Georg sagði að Vilhjálmur hefði tekist á við erfið veikindi af einstæðu æðruleysi, dugnaði og elju sem einkenndi Vilhjálm og öll hans störf.

Síða 2 af 2