Fréttayfirlit: september 2013

Sprengjusérfræðingar við æfingar hér á landi

NC2012_W1D3_Doug_Elsey_Photo_093

Séraðgerða- og sprengjueyðingasvið Landhelgisgæslunnar stendur um þessar mundir fyrir fjölþjóðlegri æfingu sprengjusérfræðinga,  Northern Challenge. Æfingin fer fram á Keflavíkurflugvelli og á fyrrum varnarsvæðum utan hans, í höfninni í Helguvík, Patterson svæðinu og í Hvalfirði. Tíu þjóðir með um hundrað og fimmtíu liðsmenn taka þátt í æfingunni.

Þyrla LHG kölluð út til leitar að erlendum ferðamanni

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út upp úr klukkan níu í morgun til aðstoðar við leit að erlendum ferðamanni milli Landmannalauga að Hrafntinnuskeri. Björgunarsveitir af Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu hafa verið við leit á svæðinu en en ekkert hefur spurst til mannsins síðan 10. september.

Flugslysaæfing á Ísafirði

Í dag var haldin umfangsmikil flugslysaæfing á Ísafirði. Landhelgisgæslan tók þátt í þeim þætti æfingarinnar sem fór fram í stjórnstöð og Samhæfingarstöð Almannavarna.

Sjósundkeppni útgerðarfyrirtækja - Athygli vakin á mikilvægi íþróttarinnar

Baldur_JPA-(2)

Sjósundkeppni fer fram í Nauthólsvík laugardaginn 28.9.2013. Þar keppa útgerðarfyrirtækin um titilinn „Sjósundgarpur Íslands 2013“.   Keppnin er samstarfsverkefni Sundsambands Íslands, Landhelgisgæslunnar og ÍTR. Keppendur (fulltrúar útgerðarfyrirtækja) synda 100 metra vegalengd í land en endamarkið er á sandströndinni í Nauthólsvík við pottinn.

TF-SIF afkastamikil í leit, björgun og eftirliti Frontex

LHG_Frontex_SamvinnaAegirSif

Sif, flugvél Landhelgisgæslunnar og varðskipið Týr sinntu í sumar eins og undanfarin ár verkefnum við gæslu- og eftirlit fyrir Landamæraeftirlitsstofnun Evrópusambandsins, FRONTEX. Sif kom aftur til landsins í byrjun september en þá hafði hún verið við eftirlitið frá miðjum júní en Týr var við eftirlit í um fimm vikur og kom aftur til landsins í byrjun ágúst

Formaður hermálanefndar NATO heimsótti Landhelgisgæsluna

Knud Bartels hershöfðingi og formaður hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins kom í dag ásamt fylgdarliði í heimsókn til Landhelgisgæslu Íslands og kynnti sér sýn hennar á stöðu og framtíðaráskoranir varðandi löggæslu-, eftirlit-, varnar og öryggismál á Norður Atlantshafi, loftrýmisgæslu- og eftirlit og samstarfið innan NATO.

Afskipti höfð af olíuskipi á rangri siglingaleið

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafði kl. 04:45 afskipti af erlendu 29.694 tonna olíuskipi sem var á siglingu fyrir innan aðskildar siglingaleiðir á SA- leið. Þar sem skipum af þessari stærð sem flytja hættulegan farm er ekki heimilt að sigla þessa leið hafði varðstjóri samband við skipið til að spyrjast fyrir um ferðir þess.

Umtalsverð fjölgun útkalla hjá þyrlum Landhelgisgæslunnar

Útköllum hjá þyrlum Landhelgisgæslunnar hefur fjölgað ört síðastliðin ár og sýna niðurstöður fyrir fyrstu átta mánuði ársins fjölgun um 28 prósent. Hlutfall reksturs flugdeildar Landhelgisgæslunnar hefur farið vaxandi undanfarin ár og hefur það kallað á endurskipulagningu allra eininga LHG með tilliti til fjárheimilda.

Búnaður í þyrlu LHG miðaði út staðsetningu manns sem var týndur

GNA2

Landhelgisgæslu Íslands barst í gærkvöldi beiðni um aðstoð þyrlu við leit að manni sem var villtur á Hrútsfjalli milli Svínafellsjökuls og Skaftafellsjökuls.TF-GNA fór til leitar en um borð í þyrlunni var GSM miðunarbúnaður til að staðsetja síma mannsins.  Klukkan 01:15 bárust upplýsingar frá björgunarsveitarmönnum um að maðurinn hefði fundist á svæðinu sem þyrlan hafði miðað út. Veður var slæmt á svæðinu, um fimm metra skyggni og rigning á köflum.

TF-LÍF sækir leiðangursmenn bandarísku strandgæslunnar á Grænlandsjökul

TF LÍf í Grænlandi

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF lenti nú undir kvöld í Kulusuk á Grænlandi með 11 manns sem sóttir voru á Grænlandsjökul.  Þar sem búist er við mjög slæmu veðri á svæðinu óskaði bandaríska strandgæslan eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar við að sækja leiðangursmenn sem hafa frá því í júlí unnið að óvenjulegu verkefni á Grænlandsjökli.

Fyrirspurn til innanríkisráðherra um að Landhelgisgæslan taki við sjúkraflugi.

_33A2291

142. löggjafarþing 2013.

Þingskjal 104 — 42. mál.

Fyrirspurn til innanríkisráðherra um að Landhelgisgæslan taki við sjúkraflugi.

Frá Silju Dögg Gunnarsdóttur.

Lynx þyrla danska flotans til viðhalds í skýli LHG

Lynx þyrla af danska varðskipinu Hvidbjörnen er nú til viðhalds í skýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli. Þyrlan tók þátt í æfingunni Sarex Greenland 2013 sem lauk sl. föstudag. Danski flotinn hefur um árabil fengið að nota aðstöðu Gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli en um tíu manns fylgja þyrlunni að þessu sinni.

Lætur af störfum eftir rúm 40 ár hjá Gæslunni

Hjalti Sæmundsson aðalvarðstjóri í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar lætur af störfum í dag 6. september eftir rúmlega 40 ára farsælt starf hjá Landhelgisgæslunni. Hjalti hefur sinnt ýmsum störfum innan Landhelgisgæslunnar á glæstum ferli.  Hjalti starfaði fyrst sem loftskeytamaður á varðskipum, í loftförum, á verkstæði og stjórnstöð auk þess að vera kafari í nokkur ár, aðallega á varðskipunum.

Stokkið úr flugvélinni Sif yfir Grænlandi 

Sif, flugvél Landhelgisgæslunnar, varðskipið Týr, stjórnstöð og starfsfólk LHG við Keflavíkurflugvöll  héldu í gær áfram þátttöku sinni í æfingunni Sarex Grænland 2013. Handrit æfingarinnar fjallar um aðstæður þar sem skemmtiferðaskipið Arctic Victory, með um 200 farþega og 48 manns í áhöfn lendir í áföllum. Sif flaug með fallhlífastökkvara og búnað þeirra á svæðið. 

Týr og Sif taka þátt í leit í æfingunni Sarex Greenland

Varðskipið Týr og flugvélin TF-SIF TAKA nú þátt í æfingunni Sarex Grænland 2013 og hafa í dag verið  við leit austur af King Oskar firði á Grænlandi. Veður er mjög slæmt til leitar, 30-35 hnútar og snjókoma.

Fjölþjóðlega leitar- og björgunaræfingin SAREX 2013 hófst í dag

Fjölþjóðlega leitar- og björgunaræfingin SAREX Greenland Sea 2013 hófst rétt eftir hádegi í dag en æfingin fer fram dagana 2.-6. september, norðaustarlega á Grænlandshafi, milli Daneborg og Meistaravíkur. Æfingin er haldin á grunni samkomulags Norðurskautsríkjanna um öryggi á Norðurslóðum. Landhelgisgæslan tekur þátt í æfingunni með ýmsum hætti með stjórnstöð, varðskipi, flugvél og aðstöðu á Keflavíkurflugvelli.

Síða 1 af 2