Fréttayfirlit: janúar 2014 (Síða 2)

Skemmdir á fjarskiptabúnaði vegna ísingar

Töluverðar skemmdir hafa orðið að undanförnu á fjarskiptabúnaði á Gunnólfsvíkurfjalli.  Landhelgisgæsla rekur ratsjár- og fjarskiptastöðvar NATO hér á landi þ.m.t. á Gunnólfsvíkurfjalli.   Á stöðvunum er einnig hýstur búnaður fyrir önnur fjarskiptafyrirtæki og þjónustuaðila hér á landi.  Ísingin er sú mesta sem hefur sést á staðnum frá því að ratsjárstöðin var tekin í notkun árið 1991.

Samningur undirritaður vegna rafkerfisbreytinga

Nýverið var undirritaður samningur milli Landhelgisgæslu Íslands og Bergraf í Reykjanesbæ um 6. áfanga við rafkerfisbreytingar á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.  Samningurinn er að upphæð kr. 330 milljónir og er verktími út árið 2014. Um er að ræða umfangsmiklar og atvinnuskapandi framkvæmdir á svæðinu.

Landhelgisgæslan við æfingar með danska varðskipinu Vædderen

Þyrla Landhelgisgæslunnar var um helgina við æfingar með danska varðskipinu Vædderen norður af Gróttu en skipið sem hefur verið undanfarna mánuði við Grænland  hefur verið við Ísland undanfarna daga við æfingar áður en það heldur áleiðis til Færeyja.  Samstarf Landhelgisgæslunnar og danska sjóhersins byggir á áratuga góðri samvinnu sem meðal annars felst í samæfingum, starfsmannaskiptum og samstarfi við leit og björgun í Norður Atlantshafi.

Leki kom að skipi í Ísafjarðardjúpi - þyrlur Landhelgisgæslunnar sendar á staðinn

GNA2

Upp úr klukkan 14:00 óskaði línuskipið Þorlákur ÍS frá Bolungarvík eftir aðstoð þar sem leki var kominn að skipinu undir Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi. Landhelgisgæslan virkjaði samhæfingarstöð í Skógarhlíð og þyrlurnar TF-LÍF og TF-GNA voru kallaðar út.

TF-LIF sækir alvarlega veikan sjómann

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út klukkan 9:15 í morgun vegna alvarlegra veikinda um borð í fiskiskipi sem var staðsett suður af Malarrifi. TF-LIF fór í loftið klukkan 09:52 og kom að skipinu um hálftíma síðar. Var maðurinn fluttur um borð í þyrluna og er hún nú á leið til Reykjavíkur og verður lent við Landspítalann í Fossvogi upp úr klukkan 11.

Síða 2 af 2